Nýjustu hugmyndahjól Ducati fara með Scrambler-nafnið í tvær áttir
Önnur gerðin er fyrir eyðimörkina og hin tilheyrir kappakstursbrautinni
Tvö hugmyndamótorhjólin sem Ducati var búinn að láta vita af í október 2019 voru afhjúpuð á EICMA sýningunni 2019 sem fram fer í útjaðri Mílanó á Ítalíu. Þau eru nefnd Desert X og Motard, hvort um sig, og eru þeir byggðir á núverandi 1100 og 800 gerðum af Scrambler.
Desert X
Opinberar upplýsingar og myndir um hönnunarrannsóknirnar eru átakanlegar af skornum skammti. Við vitum að Desert X er með innblástur frá Ducati-gerðum sem áður hafa keppt í hinum magnaða París-Dakar ralli. Með öfluga hjólbarða, með hvítum spjöldum með áberandi rauðum, gráum og svörtum röndum, og hjólið með framúrstefnulegri túlkun á tvöföldu framljósunum sem sjást á gerðum eins og Cagiva Elefant sem tók fyrst þátt í París-Dakar 1990 .
Hjólið var styrkt af sígarettuframleiðandanum Lucky Strike, en svo kom á óvart að Ducati kaus að tengjast ekki fyrirtækinu árið 2019 og ákvað því að taka lógó þeirra af hjólinu.
Eins og Scrambler 1100, er Desert X knúið af loftkældri, 1,1 lítra tveggja strokka vél. Tækniforskriftir eru áfram ekki ljósar, en grunngerð 1100 býður upp á 86 hestöfl við 7.500 snúninga á mínútu og 65 pund feta togi við 4.750 snúninga á mínútu. Hugmyndahjólið er hanna fyrir langar leiðir, svo Ducati bætti við öðrum eldsneytistanki undir hnakknum til að auka aksturssviðið. Uppsveigður útblástur og styrktarplata undir hjólinu tryggja að drifrásin sé ekki að lenda í óvæntum árekstrm við grjót á leiðinni..
Motard-hjólið er ætlað á keppnisbrautina
Motard-hugmyndahjólið tekur Scrambler-nafnið í allt aðra átt en Desert X. Það er á sléttum dekk frá Pirelli og það er búið hlífðarbúnaði á stýrinu. Útlitið bendir til þess að það hafi verið hannað til að fara á kappakstursbrautina.
Motard deilir loftkældri, 803cc tveggja strokka vél með Scrambler 800 sem hjólið er byggt á. Ekki er vitað núna um hestöfl og tog. Hafa má í huga að Scrambler 800 er með til 73 hestöfl við 8.250 snúninga og 49 pund feta tog við 5.750 snúninga á mínútu.
Umræður um þessa grein