Nýir bílar Volvo munu fá nöfn í stað númera
- Volvo mun gera breytingar á nafnakerfi bíla sinna. Fyrsti bíllinn í nýju nafnakerfi verður nýtt flaggskip í rafbílaflota framleiðandans
- XC90, keppinautur Tesla Model X, mun fá nýtt nafn þegar samsetning á bókstöfum og tölum í nöfnum heyra sögunni til
Volvo mun breyta því hvernig fyrirtækið nefnir bíla sína og tekur breytingin gildi þegar nýtt rafknúið flaggskip framleiðandans verður frumsýnt á næsta ári.
Nafnið XC90 verður ekki lengur notað í heiti þessa keppinautar Tesla Model X.
„Þessi bíll mun bera nafn, meira eins og nýfætt barn,“ sagði forstjóri Volvo, Hakan Samuelsson, á kynningu á miðlægri framtíð rafbíla fyrirtækisins á miðvikudag.
Volvo vill að helmingur sölunnar á heimsvísu – áætlað 600.000 bílar – verði fullrafknúin ökutæki árið 2025 og að Volvo verði aðeins rafmagns vörumerki árið 2030.
Samuelsson sagði að Volvo vildi „frumsýna“ nýtt nafn á þessari nýju gerð vegna þess að þessi crossover mun:
- Kynna nýjan grunn
- Aðeins verða seldur á netinu
- Bjóða lidar (sem er ný gerð radarskynjara) sem staðalbúnað til að bæta öryggi
- Bjóða síðar stjórn án aksturs í svokölluðu „Ride Model“ á stöðum þar sem löggjöf gerir tækni bílsins kleift að taka yfir stýringuna
- Bjóða tvíhliða hleðslu svo viðskiptavinir geti fært rafmagn aftur á netið á stöðum þar sem það er mögulegt
Fyrsti sinnar tengundar
„Það að kalla þetta bara nýjan XC90 væri rangt vegna þess að þetta er raunverulega fyrsti bíll sinnar tegundar,“ sagði Samuelsson við Automotive News Europe.
Nýji bíllinn mun einnig vera sléttari að utan og með rúmbetri innréttingu sem er forsýnd af Concept Recharge sem Volvo frumsýndi á miðvikudag.
Stjörnur nýja innanrýmisins eru 15 tommu snertiskjár og fljótandi skjár fyrir aftan stýrið sem mun nota nýþróað stýrikerfi Volvo. Rafbílar Volvo munu einnig hafa miðstýrðan tölvugrunn.
Aðspurður hversu mikið af hönnun Concept Recharge yrði flutt yfir á þennan nýja crossover var Samuelsson varkár: „Sumar hugmyndir breytast venjulega. Ég segi ekki meira“.
Nafnið kynnt árið 2022
Volvo ætlar að upplýsa um nafn bílsins þegar fyrirtækið frumkynnir framleiðsluútgáfu á þessum crossover árið 2022. Afhending rafbílsins, sem verður smíðaður í verksmiðju Volvo í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum, hefst árið 2023.
Samuelsson sagði að þetta nýja nafnakerfi Volvo muni víkka út til væntanlegrar bylgju nýrra rafbíla sem styrkt er af annarri kynslóð „Scalable Platform Architecture“ fyrirtækisins, SPA2, og litlum rafknúnum crossoverbíl sem mun nota „Sustainable Experience Architecture“ (SEA) grunn, sem sænski bílaframleiðandinn hjálpaði móðurfyrirtækinu Zhejiang Geely Holding að þróa.
Volvo kynnti árið 2020 nýjan rafbíl; XC40 Recharge. Markmiðið er að koma með nýjan rafbíl árlega. XC40 var frumraun bílaframleiðandans árið 2021 og fylgir flaggskipið eftir á næsta ári. Volvo hefur ekki sagt til um hvaða fólksbifreiðar eru fyrirhugaðar 2023-25, þó að smærri gerðir muni koma í bland með hágæða sportjeppa til að taka við bílnum sem hefur selst næstbest á heimsvísu; XC60.
Samhliða staðfesti Volvo að þriðja kynslóð XC90 verði ekki með brennsluvél eða tengitvinn aflrás, en núverandi kynslóðir þeirra gætu séð uppfærslur.
(Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein