Ný Volvo-nöfn gefa til kynna alrafmagnaðar gerðir
Volvo skráir vörumerki fyrir nöfn nýrra bíla sem gætu bent til nýrra rafknúinna tegunda
Orðrómur var uppi um að næsta kynslóð Volvo XC90 myndi heita „Embla“, og þá yrði í rauninni hætt við nafnakerfi bókstafa og númera sem Volvo hefur notað á bíla sína í áratugi. Nú lítur út fyrir að sænska fyrirtækið muni tvöfalda núverandi merki sín með fjölda nýrra rafbíla, og „númerakerfið“ haldi velli.
Mikill fjöldi einkaleyfa hefur verið afhjúpaður frá Hugverkaskrifstofu Evrópusambandsins, þar sem Volvo virðist ætla að undirbúa að skipta yfir í rafmagn fyrir núverandi framboð sitt. Þó að Polestar sé sem undirmerki Volvo fyrir öflugan rafbíl, hafa á undanförnum árum eigin rafbílar fyrirtækisins fengið „Recharge“ merkið til að tákna hreina rafknúna aflrás þeirra.
Það lítur út fyrir að nýja merkið verði ekki róttæk breyting frá uppbyggingu núverandi línu – þar sem EXC90, EXC60, EXC40 og EC40 eru hugsanlega rafknúnir arftakar núverandi jeppalínu. Hið sama má segja um fólksbíla og stationbíla Volvo með ES60, ES90, EV60 og EV90 einnig skráð.
Vefur Auto Express segist sjá endurkomu minni hlaðbaksgerðar með Volvo skráningu til að vernda EX30. Þar erum við líka með vörumerki fyrir EX40, EX60 og EX90. Það er óljóst hvaða grunni myndir verað fyrir allar þessar gerðir, ef Volvo myndi vilja koma þeim í framleiðslu, hins vegar getur nýi skalanlegi SPA2 grunnurinn frá Volvo tekið á móti rafbílum allt frá stærð S60 til XC90. Hanna þyrfti nýjan grunn fyrir minni hlaðbaksgerðirnar.
Við höfum þegar heyrt um áætlanir frá Volvo um gerð sem myndi vera fyrir neðan XC40, en það eru trúlega nokkur ár í afhjúpun þeirrar gerðar.
Það er heldur ekki vitað hvort þessar gerðir verða hreinar rafknúnar eða blendingar, en þar sem fyrirtækið sagði nýlega að þær yrðu að fullu rafmagnsgerðir frá 2030, virðist ekki líklegt að þróa nýjan grunn eða jafnvel sjálfstæðan bíl bara sem blending er ekki líklegt.
En þetta á allt eftir að koma í ljós innan tíðar.
Umræður um þessa grein