Ný Renault Megane eVision kynntur
- Forskoðun á spennandi hugmynd á rafmagns Megane sportjeppa fyrir árið 2021
- Framtíð Renault Megane er forsýnd af sláandi nýjum rafknúnum jsporteppa sem verður til sölu árið 2021
Renault hefur gefið það til kynna að framtíð Megane sé í rafmagninu og kynnir rafdrifinn sportjeppa: Megane eVision. Nýi hugmyndabíllinn sýnir fram á framleiðslugerð sem á að koma árið 2021.
Megane eVision er þróun Morphoz hugmyndarinnar sem birt var í mars. En það sem skiptir máli er að nýja hugmyndin byggir á undirstöðum þess hugmyndabíls til að veita okkur nákvæmari svip á framleiðslugerðina sem mun koma á næsta ári.

Megane hefur verið stjarna framboðs fjölskyldubíla hjá Renault í 25 ár, en aldarfjórðungs valdatími lukkubílsins hefur valdið vangaveltum að undanförnu þar sem litlir sportjeppar verða í auknum mæli þeir sem skapa tekjurnar fyrir fyrirtæki eins og Renault.
Fyrr árið 2020 sagði Lauren van Acker, yfirmaður hönnunar Renault, við Auto Express að hægt væri að nýta þróunarkostnað fyrir fjölskyldubílinn annars staðar í eignasafni fyrirtækisins og gaf í skyn að Renault þyrfti að endurskipuleggja framboð sitt í fjölskyldubílum yfir í rafknúin farartæki til að blómstra enn og aftur.

Samkvæmt nýjum stjóra hjá Renault, Luca de Meo, er Megane eVision „enduruppgötvun“ á klassískum hlaðbaki fyrirtækisins: „Við tók 25 ára metsölubíl okkar og færðum hann til til framtíðar. Megane eVision enduruppgötvar Megane og Renault enduruppgötvar Renault.

Þetta er aðeins byrjunin; alveg ný kynslóð af nýsköpunarpökkuðum rafknúnum ökutækjum er að koma,“ útskýrir hann.
Megane eVision notar nýja CMF-EV undirvagn þróaðan af Renault-Nissan-Mitsubishi bandalaginu. Það er glænýr grunnur sem er smíðaður fyrir rafbíla og fyrirtækið heldur því fram að það sé með framúrskarandi tækni rafknúinna ökutækja, sérstaklega hvað varðar umbúðir með ofurþunnri 60kWst gólfrafhlöðu og lítilli einingu rafmótors.
Drifbúnaður, svið og hleðsla
Nokkrar bráðabirgðalýsingar hafa komið fram en sumar tölur vantar enn. 60kWh rafhlaðan er tengd rafmótor, gefur 214 hestöfl og 300 Nm tog, sem knýr framhjólin og gefur 0-100 km/klst á innan við átta sekúndum. Renault hefur ekki sýnt fram á hámarksdrægni á fullri hleðslu en segir að Megane eVision sýni forskoðun á bíl sem muni geta ekið um 440 km á einni hleðslu.

CMF-EV grunnurinn og Renault hefur þegar staðfest að tveggja mótora rafbílar með öflugri fjórhjóladrifnum akstri eru í skoðun hjá fyrirtækinu. Gerðir sem nota þennan grunn með stærri rafhlöðum eru einnig í burðarliðnum.

Jafnstraumshraðhleðsla er virk allt að 130 kW. Enginn hleðslutími hefur verið opinberaður en það myndi í grófum dráttum endurhlaða tíma Megane eVision í kringum 0-80 prósent á 40 mínútna hleðsluferli. Hægt er að framkvæma riðstraumshleðslu á áfangastað á allt að 22kW.
Hönnun og mál
Helstu mál Megane eVision eru þessi: 4.210 mm lengd, 1.800 mm breidd, 1.505 mm á hæð og með 2700 mm hjólhaf. Það þýðir að hann hefur minna fótspor en Megane stallbakur en rafbíllinn er hærri og málin eru sambærileg við Captur sportjeppann.
Það þýðir líka að frumsýning Renault á háþróaða CMF-EV grunninum er þrepi fyrir neðan Nissan Ariya sportjeppann. Nissan deilir sama palli og Renault en er stærri og kemur með tveimur rafhlöðuvalkostum sem eru stærri en 60kWh rafhlaðan í Megane eVision.
(James Brodie – AutoExpress – myndir Renault)
Umræður um þessa grein