Fyrirtækið sem er í eigu Geely á bak við TX rafknúna London leigubílinn er með metnaðarfulla stækkunaráætlun byggða á nýju „SOA“ grunnhönnuninni
Rafbílafyrirtækið „The London Electric Vehicle Company“ segir að það „sé að breytast úr hágæða leigubílaframleiðanda í leiðandi veitanda hreinnar rafknúinnar alþjóðlegrar farartækjaframleiðslu“.
Fyrirtækið í eigu Geely, sem á rætur í hinu aldargamla London Taxi Company, hefur útfært nýjan sveigjanlegan rafmagnsgrunn sem kallast SOA, eða „Space Oriented Architecture“, í þessum tilgangi.
LEVC hefur þegar byrjað að auka starfsemi sína út fyrir aðalvöru sína, TX „hackney grunninn“, yfir í VN5 sendibílinn sem notar sama grunn, sem einnig var notaður sem grunnur fyrir húsbílahugmynd sem náði ekki framleiðslu. SOA mun gera fyrirtækinu kleift að bjóða upp á mun fjölbreyttara úrval farartækja.
SOA, sem hefur verið þróað með Geely í Kína, Bretlandi, Svíþjóð og Þýskalandi á síðustu tveimur og hálfu ári, er hannað fyrir stærri farartæki frá 4.860 mm að lengd allt upp í 5.995 mm, með hjólhaf á bilinu 3.000 mm til 3.800 mm. Hægt er að setja 73kWh, 102kWh og 120kWh rafhlöðupakka sem gefa mögulega drægni upp á 695 km.
Margar lausnir varðandi mótora eru líka mögulegar, sem þýðir að ökutæki með SOA-grunni geta verið annaðhvort verið með fram-, aftur- eða fjórhjóladrif.
Eins og gefur til kynna í fyrsta hluta SOA skammstöfunarinnar („Space Oriented Architecture“),er innra rými í miklum forgangi fyrir SOA. Fjögurra sætaraða uppsetning er möguleg, með samanbrjótanlegri fjórðu röð auk tveggja miðbekkja sem eru festir á 1,9 metra löngum teinum til að gefa sveigjanlegar sætisstöður.
Kent Bovellan, yfirmaður ökutækjahönnunar Geely, hefur staðfest að þó að það séu nokkrir hlutir á milli SEA (Sustainable Experience Architecture) grunns fyrirtækisins – sem á að nota fyrir Polestar 4 – þá eru þeir tveir að mestu ótengdir. Athyglisvert er að SOA-grunninn á ekki að nota á öðrum vörumerkjum í eigu Geely – Chris Allen, framkvæmdastjóri LEVC, vísaði til þess sem „sérstaklega fyrir starfsemi LEVC“.
(Frétt á vef Auto Express og á vef LEVC)
Umræður um þessa grein