Í síðustu viku var spurt hvað maður nokkur, ökuleiknimeistari að sögn, væri eiginlega að gera. Þá sýndi hann í myndbandi ökuleikni sína á kjánalega mjóum vegi þar sem hann sneri bíl við. Nú hefur komið í ljós að hinn mikli meistari vissi ekki einu sinni sjálfur hvað hann var að gera.

?
Svo ég vitni í þá ágætu grein þá sagði þar nefnilega að á YouTube rás sem einungis sýnir manninn snúa bíl við á þröngum vegbút væri áhorfið svo gríðarlegt að það náði ekki nokkurri átt! Milljón áhorf á dag. En af hverju?
„Það sem einkennir myndböndin (sem virðast öll mjög keimlík) er að undir þeim er leikin afar dramatísk tónlist, það er mikil spenna og voðalega fær bílstjóri og gríðarlegt áhorf en…já en til hvers er hann að þessu?“

Gátan ráðin
Sennilega er hægt að svara þessari vikugömlu spurningu núna: Allir þessir áhorfendur hafa vafalaust verið að bíða eftir að karluglan húrraði niður þaðan sem hundakúnstirnar fóru fram. Blobbs!
Þetta er örugglega eitthvað í ætt við sápuóperur og raunveruleikaþætti og þess vegna var þetta svona vinsælt. Nema hvað að spennustigið virðist hafa hríðfallið eftir þetta.

Það eru sko ekki milljón áhorf á þetta rúmlega sólarhringsgamla myndband. Nei, ekki einu sinni fimmtíu þúsund.
Af hverju? Jú, af því að öllu var ljóstrað upp með því að segja…

…að honum tækist þetta næst.
Hann húrraði þá ekki niður og fyrst annað „snúið-við-á-punktinum-myndband“ er væntanlegt með þessum mikla „meistara“ þá held ég nú að frægðarsól hans sé hnigin til viðar – endanlega.
Hann kemur ekki til með að húrra þarna niður og ekkert spennandi að fylgjast með ökuleiknimeistaranum lengur.
Umræður um þessa grein