Nú fer hver að verða síðastur að panta lúxus Polestar 1
Stefnan var að framleiða Polestar 1 í takmörkuðu magni og aðeins til þriggja ára. Markmiðið var 1500 eintök og mun framleiðslu verða hætt fyrir árslok 2021.
Þriggja ára framleiðslutímabili Polestar á rúmlega tuttugu milljóna króna flaggskipinu Polestar 1 lýkur síðla árs 2021.
Bílaframleiðandinn tilkynnti að hægt sé að panta eintök núna í síðustu framleiðsluhollunum.
Bandarískum kaupendum er úthlutað 125 bílum úr síðustu 500 bíla lotunni.
Polestar 1 var hugsaður til að vekja athygli á hinum nýja Polestar bílaframleiðanda.
Þessi öflugi blendingur kom, sá og sigraði og lagði grunn að áframhaldandi þróun vörumerkisins.
Menn snéru sér svo sannarlega við á bílasýningum þar sem Polestar 1 var sýndur. Nú þegar bíllinn hefur lokið hlutverki sínu meðal annars við að ryðja leiðina inn á ört stækkandi rafmagnsbíla markaðinn með Polestar 2, lýkur framleiðslutíma Polestar 1.
Eins og áður sagði hefur Polestar nýlega tilkynnt að til séu laus pláss fyrir áhugsama kaupendur í loka framleiðslu lotunum. Þannig að hafir þú áhuga á að kaupa þér einn ættir þú að fara að hraða þér. Nú fer hver að verða síðastur að panta sér þennan 620 hestafla lúxus sportbíl.
Byggt á frétt caranddriver.com
Umræður um þessa grein