Nissan seinkar komu X-Trail á Evrópumarkað
- X-Trail fumsýndur á bílasýningunni í Shanghai
- Bílaframleiðandinn hafði áður ætlað að smíða sportjeppann í Bretlandi, en verður smíðaður í Japan fyrir Evrópumarkað
Nissan hefur seinkað komu nýja X-Trail sportjeppans á Evrópumarkað fram á sumar á næsta ári.
Nissan hafði ætlað að hefja sölu á X-Trail í síðasta lagi á þessu ári, sagði fráfarandi yfirmaður vörumerkisins í Evrópu, Gianluca de Ficchy, við Automotive News Europe seint á árinu 2019.
Bílaframleiðandinn gaf enga ástæðu varðandi breytinguna á þessari áætlun til næsta árs.
Kynntur í Shanghai
X-Trail var kynntur til sögunnar á bílasýningunni í Sjanghæ á mánudag, en hann muna koma á markað í Kína á síðari hluta ársins.
Gerðin er endurnefnd útgáfa af Rogue sportjeppa, sem frumsýndur var í fyrra í Bandaríkjunum.
X-Trail verður seldur með möguleika á e-Power tvinnbúnaði Nissan, að því er fyrirtækið segir í yfirlýsingu. E-Power er röð tvinnkerfis þar sem vélin hleður rafhlöðu og hjálpar til við að knýja rafmótor frekar en að keyra hjólin beint.
E-Power mun verða frumsýnt fyrst í Evrópu á nýja Qashqai sportjeppanum, en tvinnútgáfur koma á næsta ári.
E-Power Qashqai mun nota 1,5 lítra bensínvél, sem bendir til þess að X-Trail muni nota svipaða uppsetningu. Báðar gerðirnar eru byggðar á sama CMF-C grunni. Nissan gaf ekki frekari upplýsingar um aflrásina.
Einnig sjö sæti og aldrif
Þessi nýja fjórða kynslóð af X-Trail mun bjóða upp á sjö sæta valkost í takt við yfirstandandi þriðju kynslóðar gerð sem kom til sögunnar á bílasýningunni í Frankfurt árið 2013.
Hann verður einnig fáanlegur með aldrifi, sagði Nissan.
Smíðaður í Japan fyrir Evrópu
Nissan hafði ætlað að byggja X-Trail í verksmiðju sinni í Sunderland á Englandi en breytti um skoðun árið 2019 og vitnaði í blöndu af Brexit óvissu og breyttri viðskiptastefnu. Nýi X-Trail verður smíðaður í Japan fyrir Evrópu.
X-Trail var sjötti mest seldi meðalstóri sportjeppinn frá stóru bílaframleiðendunum í Evrópu í fyrra með sölu á 19.324 eintökum og dróst saman um 19 prósent frá árinu áður, að mati markaðsfræðinga JATO Dynamics.
Það var Skoda Kodiaq, sem leiddi þennan stærðarflokk, og seldist í 69.748 eintökum og lækkaði um 23 prósent á heimsfaraldri.
Qashqai kemur í sumar og Arya í árslok
Frumsýning á X-Trail mun ljúka við endurskoðun á jeppasviði Nissan, frá og með Juke litla jeppanum árið 2019 og áfram með Qashqai sem kemur á markað í sumar á þessu ári.
Sala á Ariya rafknúna jeppanum sem aðeins notar rafhlöður hefst í lok þessa árs eftir markaðssetningu hans í Japan í sumar.
(Automotive News Europe – myndir Nissan)
Umræður um þessa grein