Jæja, allir í Don Cano gallana og strákar mega endilega vera með sítt að aftan! Og stelpur líka. Snjóþvegnar gallabuxur eru velkomnar.
Hví ekki að fagna áfanga með því að gera eitthvað sturlað? Nú eru liðin 35 ár frá því Sunderland verksmiðja bílaframleiðandans Nissan tók til starfa. Þess vegna skellur á okkur höggbylgja sem er sjálft árið 1986 þegar það mætir nútímanum í fortíðarbíl í framtíðarstíl.
Tímamótunum er fagnað með mjög svo „eighties“ grip sem er í raun endurgerð af Nissan Bluebird. Bíllinn er 100% „eighties“ í útliti og svo er hann nefnilega 100% rafknúinn og nýtir þar drifrás Nissan LEAF.
Jú, og bíllinn heitir ekki Bluebird heldur Newbird.
Það má eiginlega segja að smíði bílsins sé gjörningur. Hann er minnisvarði á vegferð framleiðandans.
„Í Newbird kristallast allt hið dásamlega við jörðina okkar. Fortíð, nútíð og framtíð. Með Newbird fögnum við 35 ára framleiðsluafmæli í Sunderland,“ sagði Alan Johnson, forstöðumaður framleiðslusviðs Nissan í Sunderland.
Margt breytt á 35 árum
- Frá því verksmiðjan tók til starfa í september 1986 hafa 10.5 milljónir bíla komið af færibandinu þar.
- Í upphafi voru starfsmenn 430 en nú eru þeir um 6000 talsins.
- Fyrsti bíllinn sem sveif af færibandi verksmiðjunnar var einmitt Bluebird og er það eintak varðveitt á safni í nágrenninu.
- Bluebird var framleiddur í 187.178 eintökum á árunum 1986 til 1990 og framleiðslutími hvers bíls var um 22 klst.
- Í dag er framleiðslutími fyrir hvern Nissan LEAF á sama stað 10 stundir og meira en 200.000 eintök hafa verið framleidd.
?
Hvernig var þessi Newbird smíðaður? Jú, hér neðst (fyrir neðan allar myndinar) er myndband þar sem fræðast má um það.
?
?
?
Umræður um þessa grein