- Stjórnarformaður Nio, William Li, sagði að kínverski bílaframleiðandinn myndi sækja á VW „harðar en áður“
Enn berast fréttir af aukinni sókn bílaframleiðenda í Kína inn á Evrópumarkað. Samkvæmt frétt frá Reuters stefnir kínverski bílaframleiðandinn Nio að því að ná markaðshlutdeild frá Volkswagen með því að kynna nýjan bíl fyrir Evrópumarkað sem verður seldur á innan við 30.000 evrur (um 4,5 millj ISK), sagði stjórnarformaður fyrirtækisins við þýska tímaritið Der Spiegel.
„Já, hvað verð varðar þýðir það að við erum líka að ráðast á Volkswagen harðar en áður,“ hefur Der Spiegel eftir William Li, einnig stofnanda Nio, án þess að gefa frekari upplýsingar.
Heimildir sögðu Reuters í febrúar að Nio ætlaði að byggja verksmiðju til að framleiða ódýra rafbíla undir nýju vörumerki til útflutnings til Evrópu strax á næsta ári.
Nio sýningarsalur í Kína BLOOMBERG.
Li sagði á bílasýningunni í Sjanghæ fyrr í þessum mánuði að kínverskir rafbílaframleiðendur ættu að búa sig undir hugsanlegar verndaraðgerðir erlendra stjórnvalda þar sem þau grípa kostnaðarávinninginn til að auka útflutning.
Hann sagðist áætla að fyrirtæki sitt og aðrir sem framleiða rafbíla í Kína hefðu allt að 20 prósent kostnaðarforskot á keppinauta eins og Tesla vegna taks Kína á aðfangakeðjunni og hráefnum.
(Fréttir Reuters og Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein