- NEVS Emily GT: fyrrum verkfræðingar Saab sjokkera með 1.000 km drægni rafbíls
- Langdræg rafmagns GT-gerð er nánast tilbúin til framleiðslu
Bílaframleiðandinn sænski SAAB, eða Saab Automobile AB, var stofnað í Svíþjóð árið 1945 og starfaði fram undir 2010. SAAV var í raun byggt á öðru fyrirtæki sem upphaflega hét Svenska Aeroplan Aktiebolaget og var stofnað til að framleiða flugvélar árið 1937.
Bílaverksmiðja Saab í Trollhätten var fyrsta bílaverksmiðjan sem skrifari Bílabloggs náði að heimsækja fljótlega í upphafi 50 ára ferils í bílaskrifum. Þessi verksmiðja var sótt heim nokkrum sinnum og síðasta heimsóknin var árið 1997 þegar Saab átti 50 ára afmæli.
En núna berast fréttir af því að í Trollhättan sé nú verksmiðja Saab fyrir bí, því nú hefur Polestar tekið verksmiðjuaðstöðuna á leigu til nota í rannsóknar- og þróunarstarfi á Polestar-bílum.
Eftir að Saab hætti framleiðslu voru gerðar margar tilraunir til að koma framleiðslunni í gang aftur, og ýmsir aðilar komu þar að málum, þar til að árið 2012 bárust fréttir af því að leifar Saab hefðu verið keyptar af kínversku fyrirtæki sem nefnist National Electric Vehicle Sweden (NEVS).
Háþróaður bíll tilbúinn – en allt sett í bið
En það hefur gengið á ýmsu hjá NEVS að koma alvöru framleiðslu í gang og núna þessa dagana komu fréttir af því að, NEVS, rafbílafyrirtækið sem fæddist úr öskustó Saab fyrir meira en áratug, hefur opinberað háþróaða gerð, Emily GT, sem það var að þróa áður en kínverskir eigendur þess settu hana í „dvala“.
Emily GT er um 1,5 ár frá því að vera tilbúin til framleiðslu | Mynd: Plint Marketing.
Sagt er að Emily GT geti ekið meira en 1000 km á milli hleðslna, því rafhlaðan er risastór, eða 175kWh. Einnig var gert ráð fyrir 140kWst og 105kWst rafhlöðu, sem og 11kW þráðlausri hleðslu í gegnum púða sem er tengdur við fasta hleðslustöð.
Því er haldið fram að drægni Emily GT sé meira en 1.000 km | Mynd: Plint Marketing.
Mótorar innbyggðir í hjól, sem framleiða 121 hestöfl, eru í hverju horni bílsins, sem gefur Emily GT 484 hestöfl samtals. Hver mótor er með drifeiningu á milli álfelgu og bremsudiska úr áli, sem að sögn veitir fínni stjórn á snúningsvægi. Kerfið er sagt þannig að bíllinn getur beygt án þess að nota stýrið.
Stjórnandi Emily átaksins og fyrrverandi Saab verkfræðingur Peter Dahl sagði í samtali við sænsku útgáfuna Carup: „Möguleikarnir fyrir togvæðingu eru frábærir. Hægt er að stjórna öllu toginu.
„Að auki tryggja hjólamótorarnir að öllu bakslagi sé eytt, sem leiðir af sér ótrúlega og trausta aksturstilfinningu.
„Hins vegar er ófjöðruð þyngd á hverju hjóli hærri. Við höfum leyst það með góðum undirvagni með loftfjöðrun og virkum dempara.“
Afkastamikil útgáfa af Emily var einnig í burðarliðnum, með fyrirhugað afköst upp á 653 hö og 2200 Nm togi. Þetta myndi lækka 0-100 km/klst spretttíma bílsins niður úr 4,6sek í 3,2sek.
Greinilegt er að sjá áhrif Saab á hönnun Emily | Mynd: Peter Wahlstrom/Plint Marketing.
Emily GT að innan.
Áberandi útlitið – sem er mjög líkt síðasta Saab 9-3 og Saab 9-5 – er sagt hafa verið teiknað af ónefndum Ítala og betrumbætt af fyrrverandi Saab hönnuðum.
Eigandi NEVS, Evergrande Group, hannaði upphaflega undir 20 frumgerðir. Hins vegar lenti Evergrande – sem auðgaðist sem einn af afkastamestu fasteignamógúlum Kína – í fjárhagsvandræðum árið 2020 og aðeins sex frumgerðir voru smíðaðar.
NEVS sett „í dvala“
Evergrande setti NEVS í „dvala“ í síðasta mánuði, eftir að hafa mistekist að tryggja sér kaupanda. Af 340 starfsmönnum sænska fyrirtækisins var 320 sagt upp.
Polestar skrifaði undir leigusamning um hluta af verksmiðju NEVS í Trollhättan, sem áður var heimili Saab, samkvæmt yfirlýsingu frá sænsku borginni. Volvo-tengda fyrirtækið mun nota aðstöðuna sem rannsóknar- og þróunarsetur fyrir framtíðar rafbíla sína.
Nýr forstjóri NEVS, Nina Selander, leitar nú eftir kaupanda að Emily verkefninu og hefur hvatt áhugasama aðila til að hafa samband við fyrirtækið. „Emily er til sölu. Það er ánægjulegt að geta sýnt hana,“ sagði hún við Carup.
Dahl bætti því við að um eitt og hálft ár sé frá því að verkefnið sé tilbúið til framleiðslu. Hann sagði: „Allt er til staðar til að koma því lengra í framleiðslu. Frumgerðirnar eru algjörlega aksturshæfar, nema að loftpúða og sjálfvirka hemlakerfi vantar.“
Emily frumgerðirnar nota 52kWst rafhlöðu frá NEVS 9-3, rafmagnsbreytingu á samnefndum Saab.
(byggt á grein á Autocar)
Umræður um þessa grein