- Viltu alvöru gullmerki á þinn Range Rover? Nú geturðu fengið það, og margt, margt fleira
Land Rover er þekktur fyrir hágæða lúxusjeppa sem eru hæfir torfæru, en fyrirtækið færist enn lengra upp í úrvals vörumerkjakeðjuna með sérsniðinni þjónustu fyrir Range Rover Autobiography og SV innréttingar.
Range Rover SV Bespoke prógrammið inniheldur 391 efnisval inni í bílnum og 230 málningarliti. Land Rover sagði að það myndi einnig bjóða upp á þjónustu við samsvörun við sýnishorn kaupenda, svipað og hina ofurvinsælu og dýru “Porsche Paint to Sample” (PTS) þjónusu.
Kaupendur geta jafnvel bætt við merkingum utan á bílnum úr 24 karata gulli og valið sérsniðna sauma og innréttingar.
Land Rover sagði að kaupendur gætu farið um víðan völl með sérsniðið val og þemu, en ef ferlið er of yfirþyrmandi býður bílaframleiðandinn upp á nokkur sniðmát til að koma hlutunum af stað. Forritið er fáanlegt hjá SV Bespoke Commissioning Suite fyrirtækisins í Bretlandi, völdum söluaðilum og á netinu.
Fyrir utan næstum takmarkalausan fjölda valkosta í sérsniðna prógramminu eru kaupendur með úrval af aflrásum í boði í Autobiography og SV útfærslum. Autobiography-útgáfuna er hægt að fá með mild-hybrid sex strokka línuvél með 534 hestöfl eða 4,4 lítra V8 sem er 523 hestöfl. SV-útgáfan fær gríðarlega öfluga V8 sem er 606 hestöfl og 750 Nm tog.
Þar sem svo margir valkostir og breytur koma við sögu er ómögulegt að setja niður lokaverð fyrir sérsniðinn Range Rover.
Sem dæmi má nefna að SV Bespoke málningarlitirnir sem eru fáanlegir fyrir lægri útfærslur bæta rúmlega 1,1, milljón ISK við verðið, þannig að sérsniðinn litur er líklega mun meira en það.
Burtséð frá því sem bætt er við, þá verður jeppinn ekki ódýr. SV byrjar á 234.000 dollurum eða sem svarar 32,8 milljónum ISK á Bandaríkjamarkaði, svo það ætti ekki að búast við sanngjörnum verðmiða.
Kaupendur Autobiography sleppa með 168.400 dollara verðmiða (um 23,6 milljónum ISK), en það er varla hægt heldur að túlka sem ódýrt. „Grunn“ Range Rover SE byrjar á 107.400 dollurum í Bandaríkjunum, þannig að verðið á nýja jeppanum er margra stafa tala, sama hvernig þú velur hann, segja þeir hjá Autoblog í Bandaríkjunum.
(Frétt á vef Autoblog)
Umræður um þessa grein