Jimny hefur verið vinsæll bíll hér á landi bæði meðal túrista og jeppaáhugamanna. Vinsældir jukust enn meira með tilkomu fjórðu kynslóðar þessa litla jeppa árið 2018. Nú hafa breytingafyrirtæki skotið upp kollinum sem sérhæfa sig í að breyta Jimny í G Class Brabus, Dronco og Little D sem á að vera Defender.
Pantaðu þína eftirlíkingu
Þessi G Class eftirlíking var boðinn til sölu í Dubai og er einn af flottustu Brabus Jimnyum sem sést hafa. Að sjálfsögðu passa menn uppá að hafa nöfnin ekki nákvæmlega eins – eins og til dæmis Little D með svipuðu letri og Defenderinn notar og svo Dronco með svipuðu merki og Ford Bronco ber.
Láttu lengja einn fyrir Defender breytingu
Þeir sem hafa meiri áhuga á Jimny Little D sem vill vera Defender geta náð sér í svoleiðis nú eða Dronco eftirlíkingu frá 1966.
Suzuki gæði klikka ekki
Það er hins vegar engin breyting á eins og hálfs lítra vél jeppans en allir þessir kaggar eru með verksmiðjuvél sem framleiðir 100 hestöfl og togar 130 Nm. Þeir eru til bæði beinskiptir eða sjálfskiptir. Ætli maður myndi ekki taka Brabus G Class sjálfskiptan, hugsa það.
Svo náttla er Jimny með Allgrip Pro AWD kerfi Suzuki sem er með háu og lágu drifi og þremur akstursstillingum.
Umræður um þessa grein