Næsti Audi A8?
Næsta kynslóð Audi A8 mun vera mjög nálægt Grandsphere hugmyndabílnum
Í síðustu viku sýndi Audi nýjasta hugmyndabílinn sinn, Activesphere, sem er nýjasta „sphere“ eða „kúlu“-hugmynd bílaframleiðandans.
Ekki er vitað hvort Activesphere er sýnishorn af einhverju sem við munum á endanum sjá fara í framleiðslu, en það er komin staðfesting á því að einn af fyrri hugmyndabílunum er sýnishorn af næstu kynslóð Audi A8.
Autocar ræddi við hönnunarstjórann, Marc Lichte við frumsýningu Activesphere hugmyndabílsins, þar sem hann gaf nokkrar vísbendingar um hvers við getum búist við af 2024 A8.
Í september 2021 afhjúpaði Audi glæsilega Grandsphere hugmyndabílinn og nú höfum við staðfest að næsti A8 verði innblásinn af þeim bíl.
„The Grandsphere er mjög áþreifanleg vísbanding.
Hann er ekki langt frá því sem verður framleiðsla. Þetta er ekki 1:1 en mjög nálægt,“ sagði Lichte.
Grandsphere hugmyndin er hluti af „sphere“ eða „kúlu“-hugmyndafjölskyldunni sem inniheldur Activesphere, Skysphere og Urbansphere.
En samkvæmt Audi er Grandsphere næst framtíðarframleiðslubílnum.
Grandsphere hugmyndabíllinn byggir á nýjum PPE rafbílagrunni sem Audi þróaði í samvinnu við Porsche.
Macan EV verður fyrsti Porsche-bíllinn til að nota nýja grunninn.
(TorqueReport)
Umræður um þessa grein