Í síðasta mánuði sendi Mini frá sér fyrstu opinberu myndirnar af 2025 Mini Cooper „hardtop“ og nú hefur fyrirtækið sent frá sér kynningarmyndir og upplýsingar um rafknúnu útgáfuna.
Mini Cooper Electric byggir á velgengni núverandi Cooper SE sem var frumsýndur var árið 2020.
Cooper Electric verður fáanlegur í tveimur útgáfum, Cooper E með 135 kW (184 hö) rafmótor, eða Cooper SE með 160 kW (218 hö) rafmótor. Rafhlaðan í Mini Cooper E er 40,7 kWh en í Mini Cooper SE er hún 54,2 kWh. Mini áætlar að Cooper Electric muni hafa akstursdrægi á bilinu 300 til 400 kílómetra, samkvæmt WLTP-ferlinu.
Mini hefur einnig þegar kynnt næstu kynslóð Mini Countryman, sem verður einnig boðinn með fullri rafdrifinni útgáfu. Næsta kynslóð Countryman á að fara í framleiðslu í nóvember 2023. Næsta gerð sem kemur verður Aceman crossover árið 2024.
(Frétt á vef TorqueReport)
Umræður um þessa grein