Myndum af Buick Electra E5 Crossover lekið í Kína
Hinn rafknúni E5 gæti líka verið seldur í Bandaríkjunum
Hér einu sinni var Buick vel þekkt bílamerki á Íslandi og taldist til „gæðamerkja“!
En við höfum lítið séð til bíla frá þeim hér, en úti í hinum stóra heimi eru þeir síður en svo hættir – og á fullu á leiðinni í rafmagnið.
Nokkrar myndir af væntanlegri rafdrifnum crossover frá Buick, Electra E5, hafa lekið út í Kína.
Eins og oft vill verða, þegar ökutæki sem enn eiga eftir að koma í ljós, fara í vottun í Kína, birtast myndir af þeim á Industry And Information Technology vefsíðu landsins.
Snemma árs 2020 gerðist það sama með Volkswagen ID.4, til dæmis.
Samkvæmt skjölum verður Buick Electra E5 með eins mótors aflrás með 241 hestöfl.
Engar upplýsingar voru gefnar um drægni en gert er ráð fyrir tölu á bilinu 400 til 480 km.
Gerðin sem sést á myndunum er auðvitað með tæknilýsingu fyrir Kína, smíðuð af SAIC-GM.
Hins vegar hafa frumgerðir af Electra E5 sést í Michigan, sem gefur til kynna að bandarísk útgáfa gæti einnig verið í vinnslu.
Buick hefur áður lýst því yfir að fyrsti rafbíllinn á bandaríska markaðnum kæmi árið 2024. Það er skynsamlegt að byrja með crossover, þar sem það er það sem meirihluti markaðarins vill í augnablikinu.
Buick býður nú upp á nokkrar rafmagnsgerðir í Kína og er mest selda GM vörumerkið í landinu.
Hins vegar er Buick í erfiðleikum í Norður-Ameríku og er með ótrúlega gamaldags framboð.
Án efa mun GM leitast við að endurvekja vörumerkið í Bandaríkjunum og Kanada með því að koma á markað rafbíla.
Til að ná þessu markmiði stefnir Buick á að vera algjörlega rafknúið vörumerki árið 2030.
(frétt á vef INSIDEEVs)
Umræður um þessa grein