Myndir þú bjóða þessum manni far?
Það er í það minnsta ljóst að maðurinn á myndinni hefur gott skopskyn því aðferð hans við að húkka sér far er sprenghlægileg!
Get ég fengið far?
Í Tímanum þann 18. maí árið 1980 birtist þessi mynd og örstuttur texti fylgdi með. Í textanum kemur ekki fram hvar í veröldinni myndin er tekin en þar segir þó:
„Það er ekki alltaf auðvelt fyrir þá, sem vilja eða þurfa að ferðast „á puttanum“, að vekja á sér nægilega athygli ökumanna. En Peter Frary hefur svo sannarlega fundið nýstárlega aðferð til þess. Þegar hann þarf að bregða sér bæjarleið, sest hann við vegarkantinn, opnar töskuna sína og upp úr henni hrekkur reipi í handarmynd og vísar í áttina, sem Peter óskar eftir að komast í. Er þetta eins konar eftirlíking af indverskum slöngudansi. Ekki aðeins tekst Peter bærilega að fá far með þessu móti, heldur vekur þetta tiltæki hans gjarna kátínu og umræður.
— Með þessu móti kynnist ég helst fólki með skopskyn og það gerir ferðina tvöfalt skemmtilegri, segir Peter.“
Undirritaðri tókst ekki að finna fleira um puttaferðalanginn Peter Frary en hver veit hvað kann að verða á „vegi“ manns.
Umræður um þessa grein