Myndir af SsangYong Korando jeppanum sem eingöngu notar rafmagn birtar
- SsangYong hefur byrjað kynningu á rafmagnsútgáfu Korando, sem mun fara í sölu snemma árs 2021 með væntanlega 320 kílómetra aksturssvið
SsangYong hefur sent frá sér kynningarmyndir sem sýna rafmagnsútgáfu af Korando jeppanum, sem verður fyrsta rafknúna ökutæki fyrirtækisins þegar bíllinn fer í sölu árið 2021.
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/5f176270bdf8e144635ce1d3_Kor1.jpg)
Þegar bíllinn kemur markað, mun hann samkvæmt því sem kemur fram á bílavefsíðum, bjóða upp á verðsamkeppni við bíla eins og Hyundai Kona Electric, Kia e-Niro og komandi Dacia Spring Electric.
Þessar „kynningarmyndir“ sýna fyrsta opinbera útlit SsangYong á hönnun Korando rafbílsins. Miðað við teikningar SsangYong mun breytingin í rafmagn ekki leiða til mikillar endurhönnunar. Framljósin virðast eins og á bensín- og díselútgáfum bílsins, og plastklæðningin og annaði útliti virðist enn til staðar.
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/5f17627916229f3c80501317_Kor2.jpg)
Hins vegar, til að aðskilja rafbílinn frá bensín- og rafmagnsbílunum á viðeigandi hátt, mun SsangYong búa rafbílinn með mýkri framstuðara, ásamt lokuðu grilli og endurstaðsetningu á þokuljóskerum – sem allt ætti að hjálpa til við að bæta við nokkrum kílómetrum við akstursdrægni frá rafgeymi rafbílsins.
Korando rafjeppinn verður knúinn af einum rafmótor sem framleiðir 188 hestöfl – eða 27 hestöflum meira en túrbó 1,5 lítra bensínvélin sem er í núverandi flaggskipi fyrirtækisins. Eins og með marga rafbíla á þessum markaði, verður hámarkshraðinn takmarkaður við 150 km/klst. til að takmarka rafhlöðunotkunina.
Rafhlaðan frá Korando EV verður framleidd af LG Chem og hefur 61,5 kWklst afköst. Það er nóg, segir SsangYong, í meira en 416 kílómetra samkvæmt gamla prófunarferli NEDC. Og þó að talan sé aðeins lægri en 416 km samkvæmt NEDC prófunarferlinu fyrir Hyundai Kona Electric, ætti rafhlaðan samt að gera ráð fyrir raunverulegu aksturssviði sem nemur 320 kílómetrum.
Reiknað er með bílnum í sölu í apríl á næsta ári.
SsangYong mun halda áfram að rafvæða Korando-bílana á næstu árum, með mildum blendingi með dísilvél á árinu 2022 í framhaldi af þessum rafjeppa sem aðeins notar rafmagn.
Umræður um þessa grein