Móðir nokkur í Missouri í Bandaríkjunum sást fyrir fáeinum dögum í umferðinni með barn á þaki bílsins. Varð vegfarendum um og ó, enda höfðu margir samband við neyðarlínuna. Viðbrögðin hafa vakið athygli og komið á óvart.
Vegfarandi ætlaði vart að trúa eigin augum þegar hann kom auga á barnið á þaki bílsins. Þegar bílstjórinn ók við hlið bílsins til að ná „sambandi“ við konuna sem ók með barnið hló konan og brosti bara.
Maðurinn (vegfarandinn sem segir söguna) var með upptökuvél í gangi (dashcam) og ákvað að halda í humátt á eftir bíl konunnar en hafði samband við neyðarlínuna. Konan ók nokkuð greitt og eins og sjá má lítur þetta hreint ekki vel út.
Hvað viðbrögð varðar þá hefur maður auðvitað ekkert að byggja á annað en þá hlið sem kemur fram í myndbandinu. Samkvæmt manninum aðhafðist lögreglan ekkert. Vonum að allt hafi farið vel en eftir stendur að uppátækið er vítavert.
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein