Minni bílar Fiat Chrysler verða smíðaðir á grunni frá PSA
TÓRÍNÓ – Fiat Chrysler Automobiles hefur sagt birgjum sínum að næstu kynslóð smábíla þeirra muni nota grunn frá PSA Group að því að fram kemur í frétt á Automotive News Europe.
Fyrirtækin tvö eiga í viðræðum um að sameinast í nýja bílasamsteypu sem verður þekktur undir nafninu Stellantis. Gert er ráð fyrir að sameiningunni ljúki á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.
Í bréfi sem sent var í lok júlí og sem Automotive News Europe hefur undir höndum, bað FCA birgja sína um að stöðva samstundis allar rannsóknir, þróun og verkfæri fyrir smíði á bílum B-hluta (litlum) bílum.
FCA hafði þegar sagt birgjum í mars að stöðva tímabundið þróun fimm lítilla bíla fyrir Alfa Romeo, Fiat, Lancia og Jeep vörumerkin vegna faraldurs COVID-19.
FCA hafði uppfært smábílagrunninn sinn svo hann gæti nýst nýrri fjölskyldu lítilla bíla með bensín- og dísilvélum og rafhlöðuafli. Nýi Fiat 500 rafbíllinn, sem kemur til umboðsaðila í Evrópu í október, er smíðaður á þessum grunni. Nýi 500, sem er smíðaður í Tórínó, verður ekki í boði í Norður-Ameríku.
Skipt yfir í grunn frá PSA
Nýju smábílar FCA munu skipta yfir í smábílagrunn (Common Modular Platform (CMP) PSA). Grunnurinn er notaður í dag fyrir Peugeot 208 og 2008, Opel/Vauxhall Corsa og nýja Mokka, og DS3 Crossback. Allar þessar gerðir eru með brunavél sem og rafmagnsafbrigði.
Í tilkynningu sinni til birgja sagði FCA að það muni smíða litla bíla byggða á CMP í verksmiðju sinni í Tychy í Póllandi. Verksmiðjan smíðar Fiat 500 og Lancia Ypsilon. Fréttir á Ítalíu benda til þess að FCA muni byggja allt að 400.000 einingar á ári af bílum sínum byggðum á grunni CMP í Tychy.
FCA og PSA verða að halda áfram að haga sér og starfa sem samkeppnisaðilar þar til sameiningunni er lokið til að forðast hugsanleg málaferli vegna auðhringamála. Til að koma í veg fyrir lagaleg vandamál sagði FCA birgjum sínum að þeir hefðu komið á fót sjálfstæðu samstarf við PSA um þróun, framleiðslu og samsetningu ökutækja byggt á CMP grunni PSA.
Útgönguleið til að hætta að selja smábíla
Ákvörðun FCA um að nota CMP-grunn PSA er í samræmi við ákvörðun þeirra að hætta sölu smábíla og einbeita sér að aðeins stærri litlum bílum.
Í október sagðist FCA ætla að hætta í smábílahluta (minicar) í Evrópu, þar sem fyrirtækið er leiðandi, og ganga til liðs við aðra bílaframleiðendur um að hætta með minnstu bílana vegna aukins þróunarkostnaðar svo gerðirnar standist harðari losunarmörk útblásturs.
FCA er ráðandi í sölu „minicars“ í Evrópu með Fiat 500 og Panda, sem eru til skiptis efst í deildinni. Í fyrra seldi Fiat 183.322 eintök af Panda og 175.566 eintök af 500, vel fyrir ofan Toyota Aygo í sæti nr. 3 með sölu á 97.944 bílum. Panda og 500 höfðu samanlagt þriðjungshluta af sölu „minicars“ í Evrópu, samkvæmt gögnum JATO Dynamics.
FCA miðar að því að reyna að færa minicar viðskiptavini Fiat yfir í smábílahlutann.
„Í mjög náinni framtíð muntu sjá okkur einbeita okkur að þessu meira magni með hærri framlegð og það mun fela í sér að fjarlægja „minicar“-hlutann,“ sagði Mike Manley stjórnandi FCA við greiningaraðila á fundi vegna tekjuafkomu þriðja ársfjórðungs FCA þann 31. október.
Fiat stefnir að því að ná til baka viðskiptavinum í smábílahlutanum sem hættu árið 2018 þegar hætt var með Punto, að sögn Manley. Punto var söluhæsti bíll Fiat í Evrópu í langan tíma en Sergio Marchionne, fyrrverandi forstjóri FCA, sagði að sala hans væri ekki nógu mikil til að smíða arftaka með hagnaði.
Fiat mun stefna að því að færa dygga viðskiptavini „minicar“-bíla yfir í næsta stærðarflokk en halda einnig viðskiptavinum sem enn eiga Punto, sagði Manley. Hluti smábíla er sá stærsti í Evrópa og er „með mun meiri hagnað en A (minicar) hlutinn“, sagði hann.
Manley gaf ekki tímasetningu flutningsins frá þessum stærðarflokki en innherjar í iðnaðinums segja að það væri áætlun sem muni gerast árið 2024.
Meiri hagkvæmni
Að flytja smíðina á PSA-grunninn fyrir nýja kynslóð sína af litlum bílum mun veita FCA stærri stærðarhagkvæmni og lækka þróunarkostnað. FCA ætlar að smíða aðeins nýjan 500 hlaðbak og blæjuútgáfu hans á endurskoðuðum grunni smábíla, og smíða 80.000 eintök á ári í Mirafiori verksmiðjunni í Tórínó.
PSA byggði á síðasta ári um 161.000 ökutæki sem byggð voru á CMP-grunni. Í sameiginlegri tilkynningu þann 18. September, þar sem gerð var grein fyrir ávinningi af fyrirhugaðri sameiningu, sögðu fyrirtækin tvö að CMP-grunnurinn gæti nýst fyrri 2,6 milljónir bíla árið 2025 og náð „viðmiðunarstigum iðnaðarins“.
Umræður um þessa grein