Mini blæjubíll í „Sidewalk“-útgáfu kemur aftur í 2020 árgerð
- „Deep Laguna“-málmlitur og örvar ofnar í mjúkan toppinn meðal aukabúnaðar
- Frumsýndur í mars
Árið 2007 birtst Mini sem blæjubíll í Sidewalk-útgáfu á hörðum vetrardegi á bílasýningunni í Detroit til að sýna þetta sérstaka útlit. Núna birtist hann aftur sem árgerð 2020, og aftur sem „Mini Convertible Sidewalk“, með fleiri litum og hönnunarvalkostum í boði „Mini Yours“.
Aðalvalið er í „Deep Laguna“-málmlit sem ekki er fáanlegur á aðrar gerðir, með mynstra línur á vélarhlíf með andstæðum köntum.
Kaupendur geta einnig fengið fimm málmliti úr hefðbundinni litatöflu: Hvítt silfur, Moonwalk Grey, Thunder Grey, Enigmatic Black og Midnight Black. Fyrir markaði sem gera slíkan búnað aukabúnað er „Sidewalk Chili“-búnaðarpakkinn með LED framljós og þokuljós, sjálfvirka loftkælingu, innri lýsingarpakka, hæðarstillanlegt farþegasæti að framan, geymslupakka og akstursstillingar.
Merki á hliðum auðvelda auðkenningu úr fjarska, svo gera líka 17 tommu tvílitar Scissor Spoke felgurnar. Við nánari skoðun eru örmerkin sem eru ofin í blæjudúkinn önnur uppljóstrun, sem og burstaðar sílsaplötur með áli sem eru með orðið „Sidewalk“.
Innréttingin er með svörtu (antrasít) leðuráklæði, saumað með gulum þræði. Merki „Sidewalk“ er neðst á leðurklæddu sportstýri.
Þrjár gerðir véla
Þrjár gerðir bensínvéla: 1,5 lítra þriggja strokka með 102 hestöflum í Mini One, sama vél með 134 hestöflum í Mini Cooper, og 192 hestafla, 2,0 lítra fjögurra strokka í Mini Cooper S. Mini segir að staðalgerð gírkassa verði sex gíra handskipting. Sjö gíra Steptronic með tvöfaldri kúplingu er aukabúnaður á Mini Cooper og Cooper S, DCT með spaðsakiptingu við stýri er valkostur aðeins á Cooper S.
Verð liggur ekki fyrir ennþá
Autoblog gat ekki upplýst um verð ennþá – það kemur þegar bíllnn verður frumsýndur í mars. Mini Convertible Sidewalk útgáfan verður seld um allan heim, en fjöldinn gæti verið takmarkaður; til dæmis fær Bretland aðeins 150 eintök, og því spurning hvort eintak rati í sýningarsal hér á landi.
Umræður um þessa grein