Þegar einn milljarðamæringur sýnir bílasafni annars milla áhuga þá er gaman. Auðug systkin frá Abu Dhabi eru nú í heimsókn hjá indverskum félaga sem vildi endilega sýna þeim bílana sína og fóru þau með einkaþotu hans frá Dubai til Indlands.
Bílasafn félagans telur yfir 100 eðalbíla og já, það er 100.000.000 dollara (yfir 13 milljarða íslenskra króna) virði.
Systkinin eru nú ekki á flæðiskeri stödd sjálf fjárhagslega séð en þessi vinur þeirra á meiri peninga en tjah, hvað getur maður sagt…? Hann á alla vega slatta af þeim og rúmlega það. Felgumiðjur úr skíragulli og fleira sem maður hafði ekki ímyndunarafl til að láta sér detta í hug.

Eins og sjá má ef horft er á meðfylgjandi myndband þá eru blikkljós eins og á löggubílum í grillinu á mörgum glæsivagnanna. Það er af því að fjölskyldan er svo mikilvæg að þau hún nýtur forgangs í umferðinni eða eitthvað álíka galið. Lífverðir fylgja fólkinu hvert sem það fer. Það getur nú varla verið mjög hressandi…

Athugið að myndbandið er það langt að það byrjar hér ekki alveg á byrjun en þetta er allt þess virði að líta á, hafi maður gaman yfirleitt áhuga á sturluðum bílum. Svo eru þessi systkyni frá Abu Dhabi frekar skemmtileg.
Annað þessu líkt:
„Eyðilagði“ bílaflota systur sinnar
Aðalspaðinn sást á Mercedes Maybach S580
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum
Umræður um þessa grein