Vatt frumsýndi 3 nýja bíla frá BYD um helgina
Það var greinilegt þegar komið var að aðalstöðvum Vatt og Suzuki-bíla í Skeifunni í dag að frumsýning á þremur nýjum bílum frá BYD í Kína vakti áhuga bílaáhugafólks, því það voru margir komnir strax eftir opnun klukkan tólf og áhuginn var greinilegur.
Vatt er að frumsýna þrjá nýja rafbíla: BYD Han 4×4, BYD Atto3 og BYD Tang 4×4.
Við hittum Úlfar Hinriksson forstjóra við opnunina og hann var að vonum ánægður með aðsóknina, enda væri hér um þrjá verulega spennandi bíla að ræða og á góðu verði.
Hann spáði því að ATTO3 myndi verða sá bílanna sem myndi ná mestum vinsældum, enda sérlega vel búinn bíll á verð kr. 5.980.000. Hann er 204 ehstöfl og með 420-565 km drægni. Sem fjölskyldubíll nýtist hann vel með 440 lítra farangursrými.
Sportjeppinn BYD Tang 4×4 er 509 hestöfl, alvöru sportjeppi með 400 til 528 km drægni, og þarna er farangursrýmið dágott, eða 940 lítrar.
Þá er BYD Han 4×4, stórglæsilegur og sportlegur fólksbíll, hlaðinn búnaði. Hann er 516 hestöfl og drægni hans er 521-662 km samkvæmt WLTP staðli. Farangursýmið er 410 lítrar.
BYD á Íslandi hefur eignast heimili í austursalnum í sama húsi í Skeifunni 17 og hýsir Suzuki-bíla og Maxus.
Úlfar Hinriksson forstjóri Vatt og Suzuki-bíla er hér við BYD Atto3 sem hann spáir að muni ná góðri sölu hér á líkt og í öðrum löndum Evrópu þar sem hann er kominn í sölu, enda er verðið á bílnum mjög gott, eða kr. 5.980.000.
ATTO3.
BYD Tang.
BYD Han er sérlega glæsilegur og rúmgóður fólksbíll, og sem dæmi um góðan búnað má nefna að farþegar í aftursæti hafa sérstakan skjá til að stjórna til dæmis miðstöð og loftræstingu í armpúða í miðju.
Sýning Vatt á þessum nýju bílum er laugardag kl 12-16 og síðan einnig á sunnudag kl 12-16.
Umræður um þessa grein