Rafknúni jepplinginn MG Marvel R Electric kynntur í október
MG frumsýndi í mars tvær nýjar kynslóðir rafbíla sem koma á Evrópumarkað á árinu.
Annar bílanna er rafknúni jepplingurinn MG Marvel R Electric sem kemur í sýningarsalinn hjá BL við Sævarhöfða í október og verður verð bílsins á bilinu frá 5.990.000 til 7.390.000 króna eftir útfærslum þar sem m.a. er val um fjórhjóladrif eða afturhjóladrifinn bíl.
Útfærslur eru þrjár, Comfort, Luxury og Performance og eru forpantanir viðskiptavina hafnar hjá BL.
Þægindi
MG Marvel R Electric er rúmgóður jepplingur (SUV) sem var sérstaklega hannaður fyrir þarfir Evrópubúa sem leggja áherslu á fallega hönnun, þægindi og afköst.
Bíllinn er tæplega 4,7 m langur, rúmir 1,9 m á breidd og 1,7 m á hæð og mælist hjólhafið um 2,8 m sem gerir farþegarýmið sérlega rúmgott fyrir farþega og farangur, en alls er farangursrýmið 1.396 lítrar með niðurfelldum aftursætum.
Í afturhjóladrifnu útgáfunni er að auki 150 lítra farangurspláss undir hlífinni að framan.
Þá er Marvel R Electric búinn 19,4 tommu snertiskjá fyrir stjórn afþreyingar og upplýsinga og rúmlega 12 tommu stafrænu mælaborði ásamt fjölbreyttum tengimöguleikum fyrir síma og viðtæki ásamt þráðlausri tengingu við internetið, nákvæmt leiðsögukerfi og fleira.
Að auki má nefna Bose hljómflutningstæki með níu hátölurum, snertilausa opnun á rafknúnum afturhleranum og fleira sem hægt er að kynna sér nánar á vefnum.
Fjórhjóla- eða afturhjóladrif
Fjórhjóladrifin útgáfa MG Marvel R Electric er búin þremur rafmótorum; einum að framan og tveimur að aftan. Bíllinn er 288 hestöfl, drægi rafhlöðunnar er um 370 km og snerpan úr kyrrstöðu í 100 km/klst. 4,9 sekúndur.
Afturhjóladrifna útgafa MG R Electric er búin tveimur rafmótorum við drifrásina að aftan.
Bíllinn er 180 hestöfl, drægið um 402 km og snerpa úr kyrrstöðu í 100 km/klst. 7,9 sekúndur.
Hámarkshraði MG Marvel R Electric er takmarkaður við 200 km/klst. óháð útfærslum.
Getur hlaðið fartölvu og rafskutlu
Í MG Marvel R Electric er 70 kWh rafhlaða sem unnt er að hlaða úr 5% í 80% á aðeins 43 mínútum. Þá er bíllinn búinn svokölluðu vehicle-to-load rafkerfi sem leyfir m.a. tengingu við annað og ótengt rafkerfi, t.d. til að knýja loftdælu eða hlaða fartölvu eða rafskutlu.
Öryggi og notagildi
MG Marvel R Electric er búinn sívirkum nútíma öryggisbúnaði, m.a. MG Pilot-kerfinu sem inniheldur fjórtán mismunandi öryggiskerfi sem vara við aðsteðjandi eða mögulegum hættum í umferðinni.
Þá er dráttargeta jepplingsins allt að 750 kg sem hentar léttum kerrum eða tjaldvögnum. Með þakbogum er að auki hægt að setja allt að 50 kg af farangri á topp bílsins.
Nánari upplýsingar
Hægt er að kynna sér mismunandi gerðir MG á vefsíðunni mgmotor.is, þar á meðal búnað MG Marvel R Electric sem frumsýndur verður hjá BL við Sævarhöfða í október.
Umræður um þessa grein