Árið er 1964 og meira er talað um eina gerð bíls en nokkra aðra á Íslandi. Að minnsta kosti ef eitthvað er að marka það sem fram kemur í blöðum þess tíma. Samkvæmt því sem þar segir er bíllinn einnig ódýrastur á markaðnum. Hvaða bíll er þetta?
Nú má láta sér detta eitt og annað í hug sem komið gæti til greina. Skoda, VW bjalla, Saab, Trabant, Moskvitch, Daf… Svo segir:
„Ru?mgo?ður 4ra manna bill, með sle?ttu go?lfi sem auðveldar alla umgengni og hreinsun. Fra?gangur að innan er se?rlega snyrtilegur.“
Nokkuð almennt bara, ekki satt? En nánari lýsing útilokar svo gott sem allt sem stungið var upp á hér að ofan: Kraftmikill, sparneytinn, sterkbyggður, framhjóladrifinn. Það eina sem vantar er fullyrðing um að bíllinn sé hljóðlátur en sú fullyrðing er ekki þarna, enda er þetta er auglýsing fyrir Trabant og birtist hún í Alþýðublaðinu í maí 1964.
Það er ekki spyrja að því! 26 hestöfl eru nú eitthvað og hröðunin frá 0 upp í 100 km/klst var ekki nema tuttugu og ein sekúnda. En þá komst hann heldur ekki hraðar nema hann væri á leið niður bratta brekku í meðvindi.
Það geta sko allir gert við Trabant
„TRABANT er auðveldasti og o?dy?rasti bi?llinn sem til er i? viðgerðum, svo að hver einasti maður a? að geta gert við hann sja?lfur og sparað þannig verkstæðiskostnað,“ segir í auglýsingunni.
„TRABANT er með húsi sem er í sérflokki að styrkleika og léttleika, tvímælalaust eitt öruggasta bílhús sem hefur flutzt til landsins. Húsið er með sterkari stálbitum en flestir aðrir bílar, en þar sem mest hætta er á ryði, svo sem hurðir að neðan, bretti o. fl. er stálgrindin klædd plasti, sem ryðgar ekki og þolir betur árekstra en annað efni. Þar að auki er það auðveldara í viðgerð og miklu ódýrara.“
Allt svo frjálslegt í „gamla daga“
Svona mátti nú bara halda hinu og þessu fram í auglýsingum án frekari röksemda. Enda var margt einfaldara í þá daga en ekki endilega betra. Þó svo að vissulega séu þeir nú margir til sem halda því fram; að allt hafi einmitt verið mun betra þá en nú.
En Trabant er ekki framleiddur í dag þótt hann hafi notið mikilla vinsælda á árum áður, t.d. á Íslandi. Að ógleymdum kraftaverkunum sem gerðu hann sannarlega einstakan á sinn hátt eins og lesa má um í greininni sem vísað er í hér fyrir neðan.
Tengdar greinar:
Kraftaverka-Trabant frá Íslandi
Nágranninn á sennilega Skoda: Gamlar bílaauglýsingar
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein