Mercedes T-Class verður frumsýndur 26. apríl
Mercedes-Benz hefur forsýnt nýjan fjölnotabíl sem er byggður á sendibíl
Nýr fjölnotabíll sem byggður er á sendibíl er við það að bætast í hópinn hjá Mercedes. Nýliðinn, sem heitir T-Class, verður frumsýndur 26. apríl klukkan 13:00 og mun vera af svipaðri stærð og VW Caddy, svo dæmi sé tekið til samanburðar.
T-Class hefur verið þróaður samhliða Citan og Citan Tourer sem eru einnig frá Mercedes. Eins og fram kemur á meðfylgjandi kynningarmynd frá Mercedes, mun framendinn á T-Class hafa mjög svipaðan stíl og sendibílafrændi hans.
Mercedes lítur á T-Class sem „hágæða lítinn sendibíl fyrir virkan lífsstíl“ sem er beint að ökumönnum „sem þurfa nóg pláss, en vilja samt ökutæki með fyrirferðarlítið ytra mál“. Hann verður með tveimur rennihurðum og glæsilegu farþegarými sem fullyrt er að „beri einkenni Mercedes“. Búast má við nýjasta MBUX upplýsinga- og afþreyingarkerfi bílaframleiðandans með „Hey Mercedes“ aðstoðina um borð ásamt leiðandi tækni og tengingum.
Næstum framleiðslutilbúin útgáfa af væntanlegum Mercedes T-Class sást í prófunum á þýskum vegum árið 2020.
Þar mátti sjá að T-Class er með hefðbundinn prófíl sendibíls en virðist hafa fengið greinilegri „axlir“ og hjólskálar. Þetta er tilraun til að tryggja að hann verði auðþekkjanlegur sem Mercedes, jafnvel þó að T-Class verði byggður á sama undirvagni og næsti Renault Kangoo og næsti litli sendibíll frá Nissan.
T-Class er enn og aftur í þróun í samvinnu við Renault-Nissan-Mitsubishi og undirvagn sendibílsins er breytt útgáfa af þeim sem notaður er í nýjasta Renault Megane.
Undir vélarhlífinni er gert ráð fyrir að T-Class verði búinn bensín- og dísilvélum frá Renault-Nissan Alliance, með 1,5 lítra dísil og 1,3 lítra túrbó bensínvél sem nú fást í Mercedes A-Class, Renault Kadjar og Nissan Qashqai.
Tengitvinnútgáfa er ólíkleg, en það er aðeins vegna þess að rafknúin útgáfa, nefnd EQT – forsýnd 2021 sem hugmyndabíll undir sama nafni – er í þróun. Þegar hann kemur, ætti rafhlöðuknúni litli fjölnotabíllinn að bjóða upp á hressilega hröðun og drægni upp á um 240 km.
Búist er við að T-Class fari í sölu í Evrópu ásamt Citan og eCtan í ágúst. Við verðum að bíða til 2023 eftir EQT-rafbílnum.
Umræður um þessa grein