Mercedes kynnir EQE rafdrifinn fólksbíl
Rafmagnsútgáfan af E-Class kemur í sölu á næsta ári.
Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz var að birta kynningarmynd af Mercedes-Benz EQE, sem verður fólksbíll sem eingöngu notar rafmagn frá rafhlöðum.
Þessi nýi bíll, nefndur EQE, og sem er rafmagnsútgáfa af E-Class mun fara í sölu á næsta ári. Bíllinn verður frumsýndur á IAA bílasýningunni í München 6. september.

Nýi bíllinn notar EVA rafmagnsgrunn Mercedes sem einnig er notaður í EQS, rafmagnsútgáfu af S-Class sem er flaggskip bílaframleiðandans.
EQE mun keppa við Audi A6 e-tron og fyrirhugaða rafmagnsútgáfu BMW af 5 seríunni.

Fólksbíllinn verður smíðuð í verksmiðjum Mercedes í Bremen í Þýskalandi og Peking í Kína.
Í yfirlýsingu sagði Daimler einnig að Mercedes-AMG muni frumsýna öflugan hágæða rafmagnsfólksbíl á sýningunni í München.
Bílaframleiðandinn sagði einnig að Mercedes-Maybach muni sýna hugmynd að fólksbíl sem mun sýna hvernig þetta hágæða undirvörumerki þeirra mun „komast inn í öld rafmagnsins“.
(Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein