Mercedes-Benz GLB með breytingu og meira afl frá Brabus
Breytingafyrirtækið Brabus er þekkt fyrir að bæta góðum kostum víð ýmsa bíla frá Mercedes-Benz. Þetta árið hafa komið fram áhugaverðar breytingar á GLE, GLS og G-Class frá þýska framleiðandanum. Nú er röðin komin að GLB crossover-bílnum að fá svipaða Brabus-meðferð.
Ný loftop og tveggja hluta vindkljúfur eru að framan – en þessar tvær viðbætur eru aðeins samhæfar AMG-Line stuðaranum. Þá er stórt Brabus „B“ merki í stað Mercedes-stjörnunnar í grillinu, og tvær LED ljósalengjur á fremri þakbrún gefa GLB útlit sem minnir á G-Class stóra bróður sinn.
Einu áberandi breytingin að aftan er vindskeiðin á afturbrún þaksins, sem passar sjónrænt við uppfærðan stuðarann að framan, og svört króm útblástursrör. Þessi nýju púströr eru með tæplega 9 cm þvermál og gera þennan GLB enn öflugari fyrir augað.
10 pílára felgurnar eru ekta Brabus, fáanlegar sem 18-, 19- og 20 tommu felgur og með annað hvort á Continetal, Pirelli eða Yokohama hjólbörðum. Og að innan eru nýjar gólfmottur, fótstig úr áli, ljós í hurðarfalsi og jafnvel gólfmottur með viðeigandi Brabus vörumerki.
En stærstu breytingarnar sem Brabus gerði eru undir yfirborðinu. Með endurstilltri vélartölvu (ECU) fær GLB 250 auka hestöfl (34 kilówött) og 80 Newton metra. Það færir tölu yfir heildarafköst í 267 hestöfl (200 kW) og 430 Nm. Ný hönnun á fjöðrun lækkar heildarhæð um 3 cm – eða með valkosti stillingar utan vega hækkar hann um 3,5 cm. Ekki er vitað enn um verð, en Brabus segir að upplýsingar ættu að liggja fyrir fljótlega.
Umræður um þessa grein