Meira sýnt af Opel Mokka
Vauxhall sem framleiðir samnefndar bifreiðar og undir merki Opel kynnti nýjan framenda Opel Mokka nýverið. Við sýndum einmitt nokkrar njósnamyndir af bílnum fyrir skömmu í þessari grein.
Forsvarsmenn fyrirtækisins ætla að sú hönnunarstefna sem viðhöfð er með þennan nýja bíl muni smitast út í allar gerðir Vauxhall/Opel bíla á næstu misserum.
Á mynd sem Vauxhall sýnir eru LED matrix ljós aðalnúmerið en þau eru hluti af grilli bílsins. Þetta er svo sem ekki aveg nýtt fyrirbrigði í bílahönnun í dag því Toyota Corolla byggir á svipaðri grill hönnun. Þetta má einnig sjá í Peugeot 508 bílnum.
Engu að síður er þessi nýja hönnun Vauxhall/Opel ágætlega flott og þeir kalla hana Vizor.
Einnig rafdrifinn
Reiknað er með að nýr Opel Mokka verði um 134 hestöfl með 50kWh rafhlöðu og með drægni upp á 320 kílómetra. Hann verður einnig í boði með 1.2 lítra, þriggja strokka túrbó bensínvél og 1.5 lítra, fjögurra strokka dísel vél. Bíllinn er áætlaður sem 2021 módel.
Umræður um þessa grein