Mazda kemur með þrjá rafbíla og fimm tengitvinnbíla fyrir 2025
Núna hefur Mazda ekki látið mikið að sér kveða í framboði rafbíla, þar sem Mazda býður aðeins upp á rafbílinn MX-30 EV (sem sjá má á myndinni sem fylgir þessari frétt). En það mun brátt breytast þar sem Mazda hefur tilkynnt að fyrirtækið muni kynna fimm tengitvinnbíla og þrjá full-rafbíla fyrir árið 2025.
Mazda er að vinna að nýjum grunni fyrir rafvæddu gerðirnar sem fyrirtækið kallar „SKYACTIV Multi-Solution Scalable Architecture“ eða „fjölþrepa stigstærð“. Mazda segir einnig að á árunum 2025 til 2030 muni fyrirtækið kynna nokkrar gerðir byggðar á „SKYACTIV Scalable EV Architecture“ eða „breytilegum grunni rafbíla“.
Árið 2030 gerir Mazda ráð fyrir að 100 prósent ökutækja frá fyrirtækinu verði með eitthvað stig rafvæðingar og að 25 prósent af sölu fyrirtæksins verði rafbílar.
Mazda hefur einnig tilkynnt að það sé að vinna að nýju sjálfstæðu aksturskerfi, sem kallast „Mazda Co-Pilot Concept“. Það verður kynnt í stórum ökutækjum frá Mazda árið 2022.
(byggt á frétt á vefnum TORQUE REPORT)
Umræður um þessa grein