- ?Kínverska fyrirtækið Maxus kynnir T90EV, fyrsta rafmagns pallbíl Bretlands, með 319 km WLTP borgardrægni
- ?Gæti komið hingað til lands sem 4×2 til reynslu árið 2023
Kapphlaupið í rafvæðingu hefur að mestu farið fram hjá pallbílamarkaðinum hingað til, en það er að breytast með tilkomu Maxus T90EV, fyrsta rafknúna pallbílsins sem kemur í sölu fyrir Bretlandsmarkað.
T90EV er byggður á kínverska T90 pallbílnum með tvöföldu stýrishúsi. Þessi gerð er knúin hefðbundnum brunahreyflum á meðan hönnun vörubílsins fylgir kunnuglegum vísbendingum frá víðtækari pallbílageiranum, með gríðarstóru grilli og nóg af áberandi smáatriðum til að undirstrika „vinnurætur“ hans.
Aðeins með afturdrif
Fyrir rafmagnsútgáfuna fjarlægir T90EV allan drifbúnað staðlaða pallbílsins og kemur í staðinn neð 89kWh rafhlöðu sem er staðsett undir undirvagninum. Aflið kemur frá 201 hestafla rafmótor sem er að aftan, sem þýðir að T90EV er afturhjóladrifinn. Lág staða rafhlöðunnar undir undirvagninum þýðir að jarðhæð verður takmörkuð, þannig að akstur utan vega – og sérstaklega að aka yfir vatn – gæti verið áskorun.
Maxus hefur gefið takmarkaðar upplýsingar um drægni, þar sem eina talan sem er tilgreind er WLTP borgartala upp á 319 km. Miðað við tölur fyrir aðrar rafknúnar gerðir þýðir það að drægni upp á um 210 km gæti verið það sem hann hefur.
Má taka 740 kg á pallinn
Tvöfalda stýrishúsið, eða „double-cab“, er með nokkuð hefðbundna lögun, 5.365 mm x 1.900 mm x 1.809 mm, en plássið á pallinnum mælist 1.485 mm x 1.510 mm x 530 mm. Maxus hefur gefið upp 740 kg hleðslu, en það þýðir að T90EV getur borið minna en eitt tonn sem krafist er samkvæmt breskri löggjöf til að hann teljist vera atvinnubíll.
Staðlaða gerðin inniheldur 10,25 tommu stafrænan snertiskjá, bakkmyndavél, LED dagljós, 17 tommu álfelgur og veltigrind. Verð fyrir T90EV mun koma í ljós þegar nær dregur kynningu á gerðinni, en pantanabækur eiga að opna í ágúst. Fyrstu afhendingar ættu að hefjast á fyrsta ársfjórðungi 2023.
Gæti komið til Íslands sem 4×2 á næsta ári
Við höfðum samband við Vatt, umboðsaðila Maxus á Íslandi og samkvæmt upplýsingum Þorsteins Ólafssonar sölumanns hjá Vatt, er ekki alveg ljóst hvenær bíllinn kæmi hingað til lands. Eins og fram kemur hér í fréttinni, þá er Maxus T90EV aðeins afturhjóladrifinn, og það er á plani hjá Vatt að fá einn slíkan hingað til lands til prufu, en bíða svo eftir 4×4 útgáfu þegar sú gerð verður möguleg.
Umræður um þessa grein