Það ríkti greinilega eftirvænting á sýningarsal Kia við Krókhálsinn á fimmtudaginn, en í salnum stóðu nokkrir stæðilegir rafdrifnir sportjeppar undir yfirbreiðslum. Og eftir stutta kynningu á bílnum voru yfirbreiðslurnar dregnar af og það var hægt að virða bílana betur fyrir sér.
„Hann er í alvöru stór“, og „sjáðu hvað er hátt undir hann“ voru setningar sem heyra mátti marga segja og margir dáðust að plássinu inni í bílnum.
Mjög vel búinn og kostar kr. 13.590.777 kr
Búnaðarlistinn á þessum bíl er mjög flottur og vandséð hvað gæti vantað í svona bíl. EV9 er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn, 384 hestöfl, rafhlaðan er 99,8 kW og drægnin er allt að 505 km. Hröðunin er dágóð, eða 5,3 sekúndur 0 til 100 km/klst.
En eins og þegar hefur komið fram í frétt hér á vefnum þá verður hægt að skoða bílinn á laugardaginn kl 12-16 í sýningarsal Kia að Krókhálsi 13.
En hér eru nokkrar svipmyndir frá forsýningunni.
Umræður um þessa grein