Það er hægara sagt en gert að stöðva traktor sem er kominn á fulla fart þegar enginn er traktorsstjórinn. Það var sannarlega raunin í þessu tilviki á kappakstursbraut nokkurri í Bandaríkjunum.
Auðvitað er þetta spaugilegt að sjá en því miður kom eitthvað fyrir manninn sem sat í traktornum stuttu áður en þetta myndband var tekið upp fyrir þremur árum.
Ýmis tæki voru notuð til að reyna að stöðva för dráttarvélarinnar en vegir landbúnaðartækja eru oft órannsakanlegir – enda þurfa þau ekki endilega vegi.
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein