Sýnir eiginleika framleiðslubíla í framtíðinni
- Dacia segir hugmyndabílinn Manifesto vera „lifandi rannsóknarstofu“ fyrir nýsköpun
- Að hugmyndabílnum sé ætlað að koma á framfæri gildum vörumerkisins um styrkleika og sjálfbærni
PARÍS – Dacia Manifesto hugmyndabílnum (rafknúinn torfærubíll) er ætlað að vera „lifandi rannsóknarstofa“ til að sýna hugmyndir að framleiðslugerðum framtíðar, ásamt því að styrkja kjarnaboðskap vörumerkisins um hagkvæmni og sjálfbærni.
Manifesto er ekki sýnishorn af framtíðargerð, segir Dacia, heldur endurspeglar þrá viðskiptavina Renault Group vörumerkisins að lifa sjálfbærum lífsstíl sem stuðlar um leið að útivist. Bíllinn, Manifesto, verður sýndur almenningi frá og með 17. október á bílasýningunni í París.
„Þetta er hugmyndabíll sem tjáir öll okkar gildi,“ sagði David Durand hönnunarstjóri Dacia á fjölmiðlakynningu fyrir utan París á þriðjudag.
Umhverfistrúverðugleiki er aukinn með því að nota að hluta endurunnið efni, þar á meðal Starkle, plast sem notar 20 prósent endurunnið pólýprópýlen, fyrir hjólaskálar og aðra hluta yfirbyggingar.
Hugsaður fyrir flokk minni bíla
Manifesto á að endurspegla markaðs- og söluboðskap Dacia. Frá því að Renault eignaðist meirihluta í rúmenska vörumerkinu árið 1999 hefur Renault kynnt Dacia sem vörumerki fyrir kaupendur sem fyrst og fremst horfa á verð, sem gætu venjulega keypt notaðan bíl, með verðmiða sem mætir samkeppni á verði sem er þúsundum evra lægra.
Sú stefna hefur verið farsæl þar sem gerðir eins og Logan/Sandero smábíllinn og Duster jepplingurinn eru efstir á sölulistanum hjá kaupendum einkabíla, en forstjóri Renault Group, Luca de Meo og yfirmaður Dacia, Denis Le Vot, eru fúsir til að stækka vörumerkið umfram það sem eru litlir bílar, í ábatasamari flokkinn, sérstaklega jepplinga.
Samstarfið við Lada var slegið af
Áætlun De Meo um að Dacia deili grunni með rússneska vörumerkinu Lada var slegin út af borðinu með refsiaðgerðum sem beitt var eftir innrás Rússa í Úkraínu. Engu að síður segir Dacia að með því að bæta millistórum bílum við framboðið muni skapast „aðgengilegur markaður“ með 13 milljón mögulegum viðskiptavinum á móti um fimm milljónum núna.
Dacia hefur einnig endurbætt vörumerki sitt á þessu ári, með tvívíðu „Dacia link“ hvítu lógói, úrvali af litavalkostum utanhúss og hætt með króm. Hugmyndin er að leggja áherslu á harðgerða og áreiðanleika bílanna, sem og umhverfisvænleika vörumerkisins og trúverðugleika, segir Le Vot.
Dacia kynnti á þessu ári fyrirferðarlítinn Jogger, sjö sæta fjölnotabíl, sem fyrsta hluta þeirrar sóknar. Honum verður fylgt eftir á árinu 2024 með minni gerð jeppa sem byggður er á Bigster hugmyndabílnum, þótt nafn hafi ekki verið ákveðið.
Umræður um þessa grein