Man einhver eftir Fordson?
Stundum þarf ekki mikið til að rifja upp gamlar minningar.
Þegar ég var að horfa á þátt um Father Brown á einni af bresku sjónvarpsstöðvunum (Sjónvarpið er einmitt að sýna þessa þætti undir heitinu Séra Brown), þá brá þar fyrir kunnuglegum bíl frá unglingsárunum, eða Fordson, og í þessu tilfelli útgáfu með tveggja manna húsi og palli.
Á árunum frá 1950 voru þó nokkrir svona bílar í notkun í Hafnarfirði.
Vinahjón foreldra minna, og foreldrar eins bekkjarfélaga í skóla á þessum tíma, áttu svona bíl, fallegt eintak sem var fjölskyldubíllinn á heimilinu.
Eins var þetta vinsæll „vinnubíll“ hjá iðnaðarmönnum. Margir þeirra höfðu upphaflega komið sem sendibílar, en húsið sagað í sundur fyrir aftan framsætin, sett þil og pallur fyrir aftan.
Man bara eftir einum sem hafði greinilega verið fluttur inn með palli, en verksmiðjurnar á Englandi smíðuðu jöfnum höndum bíla með heilu húsi eða hálfu húsi og palli.
Framleiddur frá 1938 til 1957
Fordson E83W, (einnig seldur frá 1952 undir Thames vörumerkinu sem Thames E83W), var 10 cwt (hálft tonn) léttur atvinnubíll sem smíðaður var af Ford Bretlandi í Ford Dagenham samsetningarverksmiðjunni (heimili Fordson dráttarvéla) á árunum 1938 til 1957.
Sendibíllinn var seldur í Ástralíu sem Ford Ten-Ten og E83W var fáanlegur í ýmsum myndum víða um heim þegar Bretland leitaði til útflutnings eftir síðari heimsstyrjöldina.
Í sumum löndum var „framendinn og undirvagninn“ aðeins fluttur inn og smíðað yfir hann á staðnum.
E83W-bíllinn var ætlaður litlum flutninga-, viðskipta- og kaupmannamarkaði þar sem hann seldist vel. Einnig var boðið upp á afbrigði hálfgerðs „stationbíls“ með gluggum á hliðum.
Í og eftir seinni heimsstyrjöldina voru mörg sérhæfð afbrigði eins og færanlegir „matarbílar“, ísbílar og jafnvel brunadælur smíðaðar á E83W undirvagninn.
10 hestafla vél
E83W var knúinn af 1.172 cc Ford 10 hestafla hliðarventilvél, með 3ja gíra gírkassa, og var mikið niðurgíraður í afturöxlinum.
Þetta gerði Fordson mun meira hægfara en venjulega fólksbíla, með hámarkshraða sem er ekki meira en 65 km/klst.
Fyrir utan 10 hestafla vélina deilir E83W nokkrum hlutum með nokrum öðrum gerðum af minni bílum Ford á þessum tíma. Fram- og afturöxlar eru mun þyngri en í fólksbílum og öðrum svipuðum sendibílum og deila sumum hlutum eins og legum og öðrum íhlutum með Ford V8 (módel 62 og E71A).
Og enn ein skemmtileg viðbót: Framljósunum var deilt með E27N dráttarvélinni, sem voru aðeins aukabúnaður á dráttarvélinni.
Vinsælir á Íslandi eftir heimstyrjöldina
Í bókinni Saga bílsins á Íslandi 1904 – 2004 eftir Sigurð Hreiðar, segir svo um Fordson: „Að stríði loknu kom hingað mikið af Fordson sendibílum frá Bretlandi. Algengt var að setja á þá hliðarglugga og sæti aftur í.“
Þannig var þetta orðinn ágætis heimilisbíll.
Verslanir notuð þessa bíla sem sendibíla, þar á meðal Silli og Valdi, og hér má einmitt sjá mynd af einum af bílum þeirra.
Umræður um þessa grein