Sjöunda kynslóð Nissan Patrol kemur í stað eldri gerðar sem hafði verið til sölu í hvorki meira né minna en 14 ár. Líkt og 2025 Nissan Armada fyrir Bandaríkjamarkað mun hann reyndar ekki vera með V-8 vél. Hins vegar er enn hægt að fá Patrol án forþjöppu.
Tvær vélar
Þó að allar myndirnar og heimsfrumsýningin frá Abu Dhabi hafi einblínt á risastóran torfærubíl með tveggja túrbínu 3,5 lítra V-6, munu sumir markaðir einnig fá 3,8 lítra V-6.
Vélin án túrbínu hefur verið metin í kringum 316 hestöfl og 385 Nm af togi. Það þýðir að aflið minnkar umtalsvert eða um 109 hestöfl og 313 Nm af togi.
Hvers vegna ættu menn að velja vél án túrbína og þar af leiðandi minna afli? Okkur dettur í hug að minnsta kosti tvær ástæður.
Lúxus bíll
Jeppinn verður ódýrari þar sem „venjulega” vélin mun þjóna sem grunnvél. Að auki munu sumir gera ráð fyrir að hún verði áreiðanlegri til lengri tíma litið með því að losa sig við túrbínurnar.
Á hinn bóginn, fyrir utan að fórna svo mörgum hestöflum og togi, mun eldsneytisnotkun líklega verða talsvert meiri.
Það á sérstaklega við í ljósi þess að Patrol er risastórt og þungt farartæki og 3,8 lítra vélin án túrbínanna verður að leggja hart að sér.
En líkt og tveggja túrbína vélin beinir hún afli til beggja ása með níu gíra sjálfskiptingu.
Það er ekki orð um Nismo útgáfu en vert er að minnast að fyrri kynslóð Patrol kom með líka tjúnnaða útgáfu. Hann leit aðeins árásargjarnari út og hafði nokkur auka hestöfl þó ekki hafi þau kannski skipt sköpum.
Það kemur þannig ekki mikið á óvart ef Nissan kæmi með einhverja sérútgáfu, þar sem nú er til alveg rafknúinn Ariya Nismo. Á síðasta ári kom Skyline Nismo út fyrir japansmarkað, svo það er ástæða til að ætla að Nissan muni koma með fleiri gerðir í einhversskonar útfærslum.
Bara seldur niðri við Persaflóa
Nýi Patrol verður seldur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sádi-Arabíu og öðrum löndum sem eru hluti af Persaflóasamstarfsráðinu (GCC) enda ekki neinar loftlagsáskoranir á þeim slóðum. Hann fer svo í sölu í á þessum slóðum frá 1. nóvember. Merkilegt nokk hefur dísilvél ekki verið tilkynnt.
Uppruni: Motor1.com
Umræður um þessa grein