Þessi bíll á sér fáa jafningja segir í sölulýsingu. Ekki bara bíll, heldur listaverk á hjólum. Glæsileiki, sjarmi og tákn Parísar frá sjöunda áratugnum. Einstaklega fágætur bíll sem fer með þig í ferðalag aftur í tímann.
Frönsk hugmynd
Bíll þessi ber heitið Facel Vega HK500 og er framleiddur árið 1961. Ég rakst á bílinn á vefnum og eitthvað dró mig að honum. Þetta er sérstakur bíll. Snemma árs 1950 ákvað franska fyrirtækið Facel að einbeita sér að bílasmíði en leikstjórinn og hönnuðurinn Jean Daninos tók talsverða áhættu með því að fara út í bílaframleiðslu. Hann grunaði að það gæti verið eftirspurn eftir evrópskum bíl sem gæti keppt við þá bandarísku sem þóttu flottir og vandaðir á þessum tíma.
Hann sá fyrir sér fullkomna blöndu fransks glæsileika og bandarísks valds. Kraftmikla fegurð.
Jean Daninos, sem kom úr fjölskyldu flugvélasmiða, kynnti fyrstu Facel Vega bíllinn (FV) árið 1954 á bílasýningunni í París og tókst það nokkuð vel. Og fólk var hrifið af bílnum og áhugi og umsagnir mörkuðu upphafspunkt Facel Vega bílsins. Hönnun Facel Vega var betrumbætt og uppfærð nokkrum sinnum á árunum 1950 til 1960 með tilkomu nýrra gerða eins og Facel Vega HK500 og Facel Vega Excellence.
Sérstakur á flesta vegu
Háfleyg hönnun Facel Vega vakti sérstaka athygli bílaáhugamanna. Þeir sem leituðu að sérstökum lúxus fundu hann í Facel Vega. Það sáust greinileg hönnunareinkenni úr flugheiminum eins og ávala framrúðan, mælaborðið með viðarklæðningu og fíngerð loftopin voru byltingarkennd og gáfu tilfinningu fyrir hraða, krafti og lúxus. Facel Vega HK500 er sagður síðastur frönsu „grand routiers“.
Helstu keppinautar HK500 voru bílar frá Ferrari, Bentley og Maserati
Einn af þessum sjaldgæfu frönsku gimsteinum er til sölu á vefsíðunni Classic Trader. „Og hvílíkur bíll!”, er sagt í sölulýsingu. Sannarlega frábær bíll, Facel Vega HK500. Sérlega vel varðveitt eintak. Þessi Facel Vega hefur staðist tímans tönn.
Stílhreinn píanó svartur litur bílsins leggur áherslu á karakter hans.
Frumleg innréttingin er með ógrynni fínlegra smáatriða sem tekið er eftir. Tréstýrið og mælaborðið er stílhreint og kalla fram klassískt útlit. Vasar í hurðunum er frumleg hönnun sem og sætin í bílnum. Armpúðarnir hafa verið endurgerðir. Og saga bílsins liggur fyrir – þökk sé núverandi eiganda hans til langs tíma.
Þessi Facel Vega HK500 er í toppstandi segir í sölulýsingu. Í vélarsalnum leynist 5,9 lítra Chrysler V8 vél sem gefur 334 hestöfl. Vélin var sérstaklega smíðuð í Bandaríkjunum fyrir Facel Vega gerðirnar. Vélin er með þriggja gíra sjálfskiptingu sem stjórnað er með þrýstihnöppum. Og vegna aflmikillar vélarinnar er bíllinn búinn diskabremsum allan hringinn, sem var nýjung á þeim tíma sem bíllinn var kynntur. Eins og flestir vita er þetta staðalbúnaður í dag.
Ef þú ert að leita þér að öðruvísi bíl, öðruvísi fornbíl sem tekið er eftir – er þessi kannski málið. Hægt er að skoða málin betur hér. Verðið er rétt rúmar 20 milljónir IKR.
Umræður um þessa grein