Lexus smíðaði rafbíl með „tilbúinni“ beinskiptingu
Fyrirtækið setti þessa nýju „skiptingu“ í UX crossover – en vekur ekki hrifningu hjá öllum
Beinskiptingin er nánast horfin. Jafnvel ef þú hunsar að beinskiptir bílar eru innan við 2 prósent af bílamarkaðnum í dag í Bandaríkjunum, þá verður þú að sætta þig við að umskiptin yfir í rafbíla munu líklega leiða til endaloka á því að við séum sjálf að skipta um gír segir bandaríski bílvefur Car and Driver.
Toyota vill breyta því og þess vegna sýnir fyrirtækið frumgerð rafbíls með „tilbúinni“ handskiptingu á gírum.
Fyrirtækið hefur eytt síðustu dögum í að sýna evrópskum blaðamönnum sérstaka útgáfu af Lexus UX 300e.
Þessi litli rafknúni crossover er ekki seldur í Bandaríkjunum og er ekki sérlega spennandi í sinni venjulegu mynd, en þessi útgáfa er með „hermiskiptingu“ og kúplingu til að gefa sömu tilfinningu og með skiptingu af gamla skólanum.
Ökumaðurinn getur skipt á milli mismunandi gíra þegar hann er kominn hátt á „tilbúna“ snúningshraðamælirinn og getur jafnvel stöðvað rafmagnsbílinn, ef þeir skipta ekki rétt. Akstursmyndbandið hér að neðan er svo sannarlega þess virði að horfa á.
Vídeósem sýnir þessa tilbúnu skiptingu í rafbíl
Rafbílar hafa sjaldan fleiri en einn eða tvo gíra áfram, svo það er ólíklegt að þetta sé gagnleg tækni fyrir almenna rafbíla í framtíðinni.
En Lexus segist vera að þróa hugmyndina til að búa til meira grípandi rafbíla og gæti í raun notað kerfið á framleiðslurafbíl ef þróunarvinnan lofar góðu.
Við erum ekki viss um að eftirlíking á skiptingu gæti nokkurn tíma náð að leysa áhugann á skiptingu í rafbíll, segir Car and Driver, en þeir segjast vissulega hafa áhuga á að prófa það.
En þetta gæti komið í framleiðslu – ef marka má fréttir frá Toyota
Meðan á útgáfu beinskiptu útgáfunnar af GR Supra var að ræða var Toyota að nota myllumerkið „savethemanuals“. En svo virðist sem þetta hafi snúist um miklu meira en bara að vera með nokkra sportbíla – japanski bílarisinn vill virkilega að handskiptingar séu málið, ekki bara á lokaárum bíla með brunavélum, heldur víðar.
Fyrr á þessu ári lagði Toyota inn einkaleyfi þar sem lýst er eftirlíkingu handvirkrar gírskiptingar fyrir rafbíla og nú er myndband sem sýnir hvað virðist vera virka útgáfa af því kerfi í notkun (og sjá má hér ofar á síðunni). Og virðist tæknin virka bara ágætlega vel í þessum frumgerð UX 300e jeppa.
Það er gírstöng og sýndarkúplingspedali, þó hvorugur sé festur við neitt vélrænt. Þess í stað getur ökumaður haft samskipti við þá til að gera ferlið við að stjórna rafbíl aðeins flóknari, með „tilbúnu“ vélarhljóði sem hjálpar til við að „selja“ upplifunina.
Yfirverkfræðingur Lexus, Takashi Watanabe, sem stjórnaði smíði á hugmyndabílnum Lexus Electrified Sport Concept, hefur þetta að segja um skiptinguna:
„Að utan er þetta farartæki hljóðlátt og hver annar rafbíll.
En ökumaðurinn er fær um að upplifa allar tilfinningar beinskipts ökutækis.
Þetta er hugbúnaðarbundið kerfi, svo það er hægt að forrita það til að endurskapa akstursupplifun mismunandi ökutækja, sem gerir ökumanni kleift að velja valinn akstursmáta“.
Það virðist líklegt að fyrirkomulagið muni ná inn í framtíð Lexus, bíl sem áður hefur verið lýst sem „endurvekjandi anda hins þekkta Lexus LFA“.
Svo hver veit – kannski mun nýi bíllinn innihalda hermiútgáfu af hinum goðsagnakennda Yamaha-smíðaða V10 LFA. Innblásin, eða helgispjöll? Við látum það eftir þér að ákveða.
Electrified Sport hugmyndabíllinn
Þegar er búið að sýna Electrified Sport hugmyndabílinn, er búist við að framleiðsluútgáfan af þessum eiginlega LFA arftaka komi árið 2030.
Þetta eru samt vangaveltur á ýmsum bílavefsiðum, en þetta kom fram í sömu fréttatilkynningu og upplýsingar um þessa „tilbúnu“ handskiptingu. „Sveipandi línur hans – að koma á nýjum Lexus rafhlöðuknúnum bíl – innblásin af hraða og sléttleika listflugs – samsvara krafti þess,“ er okkur sagt, en bíllinn er sagður geta farið á 0-100 km/klst á tveimur sekúndum.
Yfirverkfræðingur Lexus, Takashi Watanabe, sagði að lokum:
„Ég get ekki sagt þér hvenær við munum setja á markað framleiðslubíl sem byggir á Electrified Sport. En ég get staðfest að við erum að vinna í því. Þetta er ekki bara hönnunarhugmynd. Bílnum er ætlað að verða að veruleika“.
(vefsíður INSIDEEVs, Carscoops og Car and Driver)
Umræður um þessa grein