Lexus RZ verður fyrsti sérsniðni rafbíllinn frá fyrirtækinu
Alrafmagnaður Lexus RZ mun nota sama grunn og Toyota bZ4x
Lexus hefur gefið út að fyrsti sérsniðni rafbíll merkisins muni heita RZ. Þrjár myndir sem opinberaðar voru í gær, gefa nokkuð góða vísbendingu um það útlit sem von er á. Er af myndunum nokkuð greinilegt er nýja gerðin mun halda tryggð við útlitið sem LF-Z hugmyndabíllinn sýndi fyrr á þessu ári.
RZ mun nota sama e-TNGA grunn og nýlega var kynntur til sögunnar í Toyota bZ4X, þó líklega sé hann með lengra hjólhaf og þar af leiðandi stærri rafhlöðupakka.
Kynningarmyndirnar sýna að sennilegt sé að hann haldi að hluta hliðarsniði LF-Z, með innanrými sem byggir á afturhluta bílsins, áberandi þaklínu og tiltölulega langri vélarhlíf sem ætti fræðilega séð að rúma einhvers konar aukafarangursrými.
Nokkur tæknileg lykilartriði munu aðgreina þennan fyrsta sérsniðna rafbíl Lexus frá ættingjum sínum Toyota megin. Hann verður fáanlegur með DIRECT4, fjórhjóladrifskerfi sem fylgist stöðugt með drifkrafti hjólanna og stillir hann út frá inngjöf og beitingu stýris, svo og aðstæðum á vegum.
Lexus segir að tæknin geri RZ kleift að skipta „úr framhjóladrifi yfir í afturhjóladrif og allt þar á milli á örskotsstundu“.
RZ mun einnig verða gæddur tækni, sem fjarlægir vélræna tengingu milli stýris og framhjóla. Lexus heldur því fram að þessi uppsetning bæti stýrissvörun til að hámarka ávinninginn af DIRECT4-kerfinu og gerir ökumanni mögulegt að taka U-beygjur með inntaki sem er aðeins 150 gráður.
Það þýðir líka fræðilega að ekki þurfi að bjóða bílinn með hefðbundnu kringlóttu stýrishjóli og Lexus er nú þegar að vísa til ok-kerfis sem gerir kleift að sjá mælaborðið án þess að skyggnast í gegnum stýrishjólið.
Hins vegar sagði evrópskur yfirmaður fyrirtækisins í svari við fyrirspurn blaðamanns Auto Express á fundinum í gær, að líklegt væri að hefðbundnari hönnun stýrishjóls yrði boðin sem valkostur.
Lexus RZ mun koma á markað á fyrri hluta ársins 2022. Ekkert hefur enn verið gefið upp um verðlagningu en telja sumir, þar á meðal blaðamenn Auto Express, að þar sem bíllinn er nokkurn veginn jafnlangur og tvinnbíllinn RX, megi búast við að nýi bíllinn verði settur í efsta hluta jeppaframboðs fyrirtækisins; með byrjunartölu sem að lágmarki næmi 50.000 pundum (um 8,6 milljónir króna).
Umræður um þessa grein