„Ég var orðinn þreyttur á að fólk sæi mig ekki í umferðinni,“ skrifar eigandi Mazda Miata en hann fékk sér flautu í bílinn sem hljómar eins og lestarflauta. Þetta svoleiðis „svínvirkar“ eins og sagt er!
Hann birti myndband í gær en það sýnir „næstum-því-atvik“ frá því í fyrradag. Þetta var í umferðinni í Fort Collins í Colorado og ekki í fyrsta skipti sem flautan góða bjargaði bílnum!
Ef þetta var ekki nógu hressandi í morgunsárið þá gæti þetta virkað:
Var erfitt að vakna í morgun?
Góð byrjun á mögnuðum mánudegi!
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein