Þessi Buick er einfaldlega of flottur til að birta ekki myndir af. Bíllinn er árgerð 1970 og af GS gerð en sá bíll var sportari byggður á Skylark bílnum vinsæla. Hann var settur til höfuðs bílum eins og Chevrolet Chevelle SS, Pontiac GTO og Oldsmobile 442. Hugsið ykkur – allir í samkeppni hver við annan hjá sama framleiðanda.
Öflugt kvikindi
GS bíllinn var reyndar boðinn með ýmsum vélarkostum en aðallega þó með öflugum V8 vélum sem voru hannaðar til að skila miklum afköstum.
Þessi bíll er með afkastamestu vélina af þeim sem í boði voru.
Sú vél var svokölluð Stage 1 en hún var hlaðin hestöflum og bauð upp á sérlega gott tog.
En Buick þessi er ekki aðeins með risavél undir húddhlífinni því hann er búinn T56 Magnum, sex gíra beinskiptingu sem gerir ökumanni kleift að skipta hnökralaust á hvaða hraða sem er.
Til að koma öllu þessu afli út í afturhjólin á bílnum er notað POSI 10 drif með 3,90 hlutföllum.
Eins sportlegur og hægt er
Grand Sport gerðirnar voru að auki með ýmsar sportmiðaðar uppfærslur – þar á meðal með endurbættri fjöðrun, uppfærslu á bremsum og áberandi vindskeið og sportmerkingar.
Innréttingin hefur fengið nokkuð góða yfirhalningu og gerð upp. Í bílnum er síðan gólfskipting í miðjustokki.
Til að gefa frekari upplýsingar um vinnslu vélarinnar eru olíu- og vatnshitamælar í bílnum að auki.
Í húddinu er síðan snúningshraðamælir. Og hann er til sölu hjá RK Motors þessi. Verðið út úr búð í henni Ameríku er rétt undir 110 þús. dollurum (ca. 15 milljónir íslenskra króna).
Það sem einkennir Buick GS Stage 1 frá 1970 er öflug vélin. Hann var búinn 455 rúmtommu V8 vél, sem var varfærnislega metin um 360 hestöfl en var almennt talin framleiða umtalsvert meira afl.
Stage 1 pakkinn innihélt afkastamiklar uppfærslur eins og kambás með mikilli lyftu, þungum ventilgormum og stærri blöndungi.
Þetta gerði vélina að einni öflugustu vél síns tíma.
Buick GS 1970 Stage 1 var þekktur fyrir glæsilega hröðun. Hann gat farið úr 0-60 mílur á klukkustund á um það bil 5.5 sekúndum, sem var afar mikil hröðun árið 1970.
Eitt var sérstakt varðandi þessa gerð Buicksins en það var frekar saklaust útlit hans.
Ólíkt sumum öðrum sportbílum tímabilsins sem báru með sér mun sportlegri stíl, hafði GS Stage 1 talsvert lúmskara og íhaldssamara útlit.
Þetta gerði hann að „dulbúnum“ veðhlaupahundi sem gat auðveldlega tekið marga af mestu töffurunum í spyrnu.
Frekar sjaldgæfur
Buick framleiddi aðeins tiltölulega fáa GS Stage 1 bíla árið 1970, sem gerir þá nokkuð fágæta í dag.
Buick GS Stage 1 frá 1970 hefur skilið eftir sig varanlega arfleifð í heimi bandarískra sportbíla. Hann er oft nefndur í umræðunni um klassíska sportbíla og er talin ein af framúrskarandi gerðum síns tíma.
Buick GS Stage 1 náði einnig árangri í akstursíþróttum, sérstaklega í spyrnukeppnum. Bíllinn var villidýr á kvartmílubrautinni og vann sér orðspor fyrir spyrnugetu.
Buick GS árgerð 1970 er nokkuð eftirsóttur af bílaáhugamönnum og söfnurum í dag.
Bíllinn, eins og svo margir aðrir bandarískir bílar frá þessum tíma er minnismerki um merka sportbíla í bandarískri bílaframleiðslu sjöunda og áttunda áratugarins.
Yfirlit
- GSX eftirlíking
- Byggður á gömlum grunni með slatta af nýjungum
- Uppgerður árið 2013 og ekinn aðeins 6000 mílur síðan
- Buick 455, Stage 1, V8 vél
- FAST stafræn innspýting
- 6 hraða T56 Magnum beinskipting með yfirgír
- 8,5″ 10 bolta, 3:90 POSI drif
- Tvöfalt pústkerfi
- Vökvastýri
- Aflbremsur á öllum fjórum hljólum
- Loftkæling
- Rafstýrð kæling á vél
- Rallye körfu sæti
- Veltistýri
- Gófkskipting
- Olíu og vatnshitamælir
- Snúningsmælir í húddhlíf
- Alvöru græjur
- Rétt GSX stýri
Umræður um þessa grein