Land Rover mun gefa sérsmíðaða Defender-jeppa til sjálfboðaliðasamtaka
- Fyrirtækið leitar að samtökum í sjö flokkum
Svo virðist sem Ford muni ekki vera eini bílaframleiðandinn sem mun gefa samtökum sem verðskulda slíkt torfærubíla.
Land Rover hefur tilkynnt um „Defender Above and Beyond Service Awards“ verðlaunin, þar sem það mun afhenda sjö sérsmíðaða jeppa til samtaka sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni.
Gefa í sjö flokkum
Það eru sjö flokkar samtaka sem Land Rover er að leita til að til að gefa Defebder-jeppa. Fyrstu tvö sem eru til skoðunar eru leitar- og björgunarsamtök og náttúruverndarhópar við strendur og haf.
Þó að Land Rover hafi ekki sagt nákvæmlega hvernig farartækin verða sérsniðin, þá hefur það veitt þeim tveimur jeppum sem sýndir eru með þessari frétt aukabúnað frá verksmiðjunum eins og geymslukassa, þakgrindur, dráttarkrók, loftinntök og hlífar.
Senda inn tillögur
Til að kom til greina til getur einstaklingur eða hópurinn sjálfur sent inn þriggja mínútna myndband um það sem hópurinn gerir, hvernig hann hjálpar samfélaginu og hvernig Defender-jeppinn myndi hjálpa þeim í því starfi. Dómnefnd mun ákveða úrslitin sem myndbönd þeirra verða síðan sett á vefsíðu Land Rover svo að fólk geti kosið um sigurvegara.
Tilnefningar í þremur áföngum
Fyrirtækið tekur tilnefningar í fyrstu tvo flokkana núna til 7. apríl. Næsta tilnefningartímabil verður frá 3. maí til 1. júní og verður fyrir dýravelferð og hópa viðbragðsaðila. Lokahópur samtaka sem tilnefndir verða hópar umhverfissinna, hópar sem eru að endurbæta umhverfið og hópar sem sinna slökkvistörfum. Gluggi þeirra fyrir skil verður 28. júní til 27. júlí.
Og hér er vefslóð um Land Rover Defender 110 SE:
Umræður um þessa grein