Er 635 hestöfl og 4 sek í hundraðið
Land Rover kynnti nýlega öflugasta og kraftmesta Defender sem framleiðandinn hefur sett á markað og nefnist bíllinn Defender Octa, sem búinn er 635 hestafla 4,4 lítra V8 bensínvél með mildu tvinnkerfi (twin-turbo) til aðstoðar, en saman koma aflrásirnar bílnum á aðeins 4 sekúndum úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Defender Octa er einungis í boði hér á landi með sérpöntun.
Ekki síst fyrir torfærar slóðir
Defender Octa er ekki aðeins sérlega kraftmikill og snarpur, heldur er hann einnig sérstaklega hannaður fyrir akstur um torfærar slóðir. Octa er t.d. hærri undir lægsta punkt en fyrri gerðir Defender, er á 20″ álfelgum á háum grófmynstruðum hjólbörðum og er bíllinn að auki búinn öflugri undirhlíf úr graníti milli framhjóla til að vernda betur undirvagninn gegn hnjaski og áberandi rispum.
Vaðgeta = 1 metri
Þá er Defender Octa einnig með nýjum og breyttum framstuðara sem bæði kallar fram harðgerara útlit en stuðlar einnig betur að meiri kælingu á uppfærðri V8 vélinni. Að auki er vaðgeta Defender OCTA allt að einn metri sem er 10 sentimetrum meiri vaðdýpt en annarra útgáfa Defender.
Sérhönnuð fjöðrun og hemlakerfi
Octa er búinn 6D loftfjöðrunarkerfi sem bregst jafnóðum við mismunandi aksturslagi með samhæfðum dempurum og hæðarstillanlegri loftpúðafjöðrun sem óhætt er að segja að framkalli sambærilega akstursupplifun og í sportbíl. Þá er hemlakraftur Octa einnig meiri en fyrri gerða Defender vegna stærri og öflugri bremsuklossa og diska; hvort tveggja kerfi sem sérstaklega var hannað fyrir Octa til að draga betur úr sliti búnaðarins.
Mismunandi áklæði
Með Defender Octa er meðal annars hægt að velja á milli fjögurra ólíkra lita og nútímalegra efna í sætum, t.d. ofurefnið TM PU, Semi-Aniline leður eða TM Steelcut, þar sem hver valkostur hefur sína einstöku eiginleika. Síðast nefnda valið er eingöngu fáanlegt með Defender OCTA, en hin með öðrum gerðum Defender.
Bassahátalar í framsætisbökum
Þess má að lokum geta að fyrir lúxusupplifun ökumanns og farþega má geta þess að Defender Octa er búinn nýrri kynslóð hljóðtækni sem inniheldur m.a. sk. „vibro-acoustic“ tækni (SUBPACTM Body & Soul) þar sem bak framsætanna innihalda sex bassahátalara með mismunandi stillingum.
Frekari upplýsingar
Söluráðgjafar Land Rover á Íslandi veita allar frekari upplýsingar um Defender Octa.
Umræður um þessa grein