Nú er rétt að vara lesendur strax við því að svokallaður bjánahrollur gæti gert vart við sig. Það er að segja ef meðfylgjandi myndband er spilað. Hér er nefnilega náungi sem hefur samið lag (í það minnsta texta) um Cybertruck og Elon Musk.
Hann kallar sig OnCue og í gær birtist nýtt tónlistarmyndband hans á YouTube. Það nefnist CYBERTRUCK (já, með hástöfum).
Í upphafi myndbands kemur fram að OnCue hafi í heilt ár hamast í Elon Musk á Twitter í því augnamiði að fá hjá honum Cybertruck fyrir myndbandið. Musk hafi ekki svarað honum.
Hvort sem þetta er nú satt eður ei þá samdi hann þennan hroða, afsakið ég meina hljómasafn, og er textinn ekki sérlega vel hnoðaður en hann fjallar um vonbrigði, Elon Musk og Cybertruck.
Aumingja Elon Musk… Hversu margir ætli pönkist í honum daglega? „Elon? Gemm´ér bíl.“
Sem fyrr segir gott fólk, þá er best að gæta þess að græjurnar séu ekki í botni ef myndbandið er spilað og já, best að segja ekki meira.
Fleira um fólkið sem er með Elon Musk „á heilanum“:
Heltekinn táningur hrellir Elon Musk
Meira af hrelli Elon Musk
Forsetinn getur ekki sagt orðið „Tesla“
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein