Lada VAZ 21051 1200 S er ein útgáfan af vinsælu sovésku Lada-línunni, sem var framleidd af fyrirtækinu AvtoVAZ (Volzhsky Avtomobilny Zavod).
Lada-línan var byggð á Fiat 125, en Rússarnir gerðu breytingar á hönnuninni til að gera bílinn notendavænni fyrir kaldara loftslag og erfiðara landslag, og framleiddu bílana frá 1970 og langt fram á níunda áratuginn.
Lada 2105 var kynntur til leiks árið 1980 og var þróuð áfram með mismunandi útgáfum.
Frumlegur tæknilega séð
Lada VAZ 21051 1200 S var með 1.2 lítra fjögurra strokka bensínvél. Vélin framleiddi um 60 hestöfl, sem var nóg fyrir meðalgötuakstur í Sovétríkjunum á þeim tíma. Bíllinn var með fimm gíra beinskiptan gírkassa.
Afturhjóladrif var staðalbúnaður, sem var algengt á þeim tíma og gekk alveg ágætlega við akstur í vetraraðstæðum.
Bíllinn hafði einfaldan, traustan undirvagn og fjöðrunarkerfi sem var hannað til að standast grófa og erfiða vegi. Ég man eftir árekstri á Háaleitisbraut og Stóragerði í Reykjavík þar sem stór bíll ók inn í hlið Lada bifreiðar. Farþegar og ökumaður Lada bílsins skriðu út úr bílnum ómeiddir. Ladan var grjóthörð nefnilega.
Þótti flottur bíll á heimaslóðum
Ladan eða VAZ 2105-línan eins og bíllinn raunverulega hét í Rússlandi var með kassalaga hönnun sem þótti nýtískuleg á þessum tíma í Sovétríkjunum.
Í bílnum var einföld innrétting með lágmarks þægindum, en hún var talin endingargóð.
Það var reyndar mjög margt í innréttingunni sem minnti á gamla Fiat bílinn enda Ladan mikið til byggð úr íhlutum úr Fiatinum.
Slatti af járni var í smíðaverki bílsins og gaf bílnum meiri þyngd og styrk, sem var kostur til dæmis í erfiðri færð og holóttum vegum.
Rúmgóður
Bíllinn hafði ágætis farangursrými og nægt pláss fyrir farþega, sérstaklega miðað við evrópska bíla af svipaðri stærð. Eitt sinn fékk undirritaður lánaða Lödu til ferðalags í kringum landið. Það ótrúlega var að Ladan lá eins og sleggja á malbikinu og þú fannst ekki fyrir holum á malarvegunum heldur.
Framleiðslan á Lödunni var hluti af stóru framleiðsluplani AvtoVAZ í Togliatti verksmiðjunni, þar sem bílar voru fjöldaframleiddir til að mæta eftirspurn í Sovétríkjunum og öðrum löndum Austurblokkarinnar.
Sterkur bíll
Framleiðslan var einnig miðuð við útflutning til ýmissa landa, bæði í Evrópu og jafnvel Norður-Ameríku í minna magni, þar sem bílar frá Sovétríkjunum voru ódýrari en flestir aðrir bílar á markaðinum.
Lada var vinsæll fyrir það að vera tiltölulega ódýr og einfaldur í viðhaldi. Margir Lada eigendur keyptu Lödu aftur og aftur og voru traustir viðskiptavinir umboðsins.
Bíllinn var fluttur út til margra landa og naut vinsælda á lágtekjumörkuðum vegna hagstæðs verðs og góðs aðgengis að varahlutum.
Í Sovétríkjunum var bíllinn var mjög eftirsóttur af almennum borgurum sem höfðu efni á bíl, en bíleigendur höfðu aðgang að skiptimarkaði með varahluti og viðhaldsvörur.
Lada var sérlega vinsæl hér á landi meðal annars vegna þess að bíllinn virtist þola íslenska veturinn betur en margir bílar í þessum flokki. Hann þótti reyndar stirður í stýri þangað til að þú varst kominn á ferð – en þá var ótrúlega gott að aka bílnum, til dæmis á holóttum vegum.
Lada 2105 varð eitt af táknum sovéskrar bílaframleiðslu og var mjög áberandi bifreið í Sovétríkjunum og á meðal landa í Austurblokkinni
Margir eldri bílar af þessari tegund eru enn í umferð í dag, enda hannaðir til að þola bæði erfiðar veður- og vegaaðstæður.
Margir muna Lödur á götum stræta og torga á Íslandi og þegar þær höfðu þjónað hér alla sína bíl-ævi var slegist um þær af rússneskum sjómönnum á hafnarbakkanum sem keyptu þá og fluttu með sér til síns heima – til að nota bílana áfram og gefa þeim framhaldslíf.
Algengt var að Lada bílar á Íslandi væru með 1500 rúmsentimetra vél. Bíllinn hér á myndunum er með 1200 rúmsentimetra vél og sú vél gaf um 60 hestöfl og eyddi slatta af bensíni, mest í köldu vetrarverði og ófærð. Reyndar eyddi Ladan talsverðu miðað við samsvarandi stærð af bílum í krinum 1980.
Þessar auglýsingar birtust til að mynda í dagblöðum árið 1982.
Bíllinn á myndunum er til sölu og verðið er um 2.9 milljónir íslenskra króna. Ladan er ekin um 21 þús. kílómetra og hægt að skoða hjá www.alphacars.com
Uppruni: Alpha cars
Umræður um þessa grein