Fimmtudagar eru Krúser dagar. Síðastliðinn fimmtudag fjölmenntu Krúser félagar á planinu hjá Poulsen sem fagnaði vori. Það er nú ekki vanþörf á að fagna vori og óska um leið eftir svolítið af þeirri stóru gulu í leiðinni.
Hann er flottur þessi appelsínuguli Dodge Challenger.
Leið okkar lá niður í Skeifu þar sem Krúser félagar fjölmenntu og röðuðu bílum sínum upp, snyrtilega fyrir gesti og gangandi. Þarna úði og grúði af flottum bílum og áhugasamir bílaunnendur gátu barið vagnana augum og borið saman bækur.
Bílaklúbburinn Krúser var stofnaður formlega í Mars 2006.
Samkomur eru haldnar öll fimmtudagskvöld í húsakynnum Krúser að Höfðabakka 9 og hefjast kl. 19.00. Ef vel viðrar mæta félagar á glæsivögnum sínum og taka rúnt um bæinn á eftir.
Markmið klúbbsins eru:
- Að viðhalda klassískum bílum og stuðla að varðveislu þeirra.
- Að standa vörð um hagsmuni bíleigenda og efla kynni þeirra á milli.
- Að stuðla að góðakstri innan félagsins og góðri umgengni um bíla og sögu þeirra.
- Að efla samstöðu og kynni milli annarra sambærilegra klúbba.
Chevrlolet Monte Carlo í SS útfærslu. Skemmtilegur kaggi hér af Suðurnesjum.
Það var skemmtilegt að finna gömlu góðu bensínlyktina sem er eitthvað svo alveg sérstök þegar hún kemur úr þokkalega gömlum og vel notuðum bíl.
Poulsen sem er eitt elsta bílaþjónustufyrirtæki á landinu bauð svo upp á gos og grill í góða veðrinu og var ekki annað að sjá en að fólk skemmti sér hið besta þennan síðari part fimmtudags. Við þurfum meira svona.
Það vantar ekkert upp á aflið í þessum.
Umræður um þessa grein