Bílaklúbburinn Krúser hélt upp á daginn með gleði og gamni á Höfðabakkanum í dag. Fjölmargir flottir bílar voru á staðnum og stemmari meðal gesta. Við hjá Bílablogg tókum upp nokkur myndbandsskot sem við erum að ganga frá til birtingar en þangað til birtum við skjáskot úr myndböndum dagsins.
Það er óhætt að segja að dagurinn hafi lifnað við þegar sólin lét sjá sig og hitastigið steig hratt uppávið.
Það fór vel um kaggana og eigendur þeirra á Höfðabakka planinu og ekki var annað að sjá en að gestir og gangandi skemmtu sér vel. Mikið var spjallað og spekúlerað enda sannir bílagúrúar í Krúser klúbbnum.
Við tókum nokkra bíleigendur tali og báðum þá um að segja okkur sögu bíla sinna. Það var bæði fróðlegt og skemmtilegt að spjalla við þessa félaga í Krúser klúbbnum. Sá þáttur verður sýndur innan fárra daga hér á vefnum.
Það trúa því örugglega fáir hversu vel við íslendingar stöndum okkur í varðveislu bílasögunnar. Við eigum marga gullmola sem eru safngripir á heimsmælikvarða – á smáeyju í Norður-Atlantshafi.
Umræður um þessa grein