46 ára kona í Washington í Bandaríkjunum gekk nánast óskrámuð frá þessum „bíl“ eftir að trukkur beinlínis kramdi hann. Upplýsingafulltrúi lögreglunnar hefur séð ýmislegt á löngum starfsferli, en ekkert í líkingu við þetta.
Fulltrúinn, Oliphant, lýsti því í fæslu á Twitter hvernig konan hafi komist af eigin rammleik út úr því sem eitt sinn var Nissan Altima.
„Þegar kranabíllinn lyfti framenda vörubílsins af bílnum, komst konan út án aðstoðar.“
Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi er bíllinn samanbrotinn, rétt eins og hann hafi farið í hina eiginlegu bílapressu.
Var „of nálægt“
Vörubílstjórinn fékk tæplega 200 dollara sekt fyrir að hafa ekið „of nálægt“ bíl konunnar en margir eru rjúkandi illir (á Twitter) yfir því hversu lítilvæg sú sekt er. Of nálægt er eiginlega ekki orðalag sem nær til þess þegar vörubíllinn er beinlínis búinn að kremja fólksbílinn svo rækilega að dekkin nánast koma upp úr þakinu.
Ömurlegur bíll eða frábær?
Eins og oft vill verða, þegar fólk kemst lífs af úr hrikalegum árekstri, hafa skapast áhugaverðar umræður á Twitter, og sitt sýnist hverjum um ágæti bílsins. Nissan Altima.
Á meðan einhverjir lofa æðri máttarvöld fyrir að hafa skapað menn sem smíðuðu Nissan Altima eru aðror fokvondir og bölva verkfræðingum Nissan fyrir að búa til svona bíl.
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein