Komið að leiðarlokum hjá Audi TT
Nýr Audi TT Final Edition markar endalok fyrir þennan merka sportbíl
Eftir 25 ár lýkur framleiðslu á Audi TT með sérstakri útgáfu
Þegar Audi TT kom fyrst á götuna árið 1998 náði hann samstundis velgengni vegna sérstæðrar hönnunar, með áberandi eiginleikum og flottum prófíl.
Þrátt fyrir að önnur og þriðja kynslóð TT módel njóti umtalsverðs hlutdeildar á sportbílamarkaði, mun Audi hæta með TT-bílinn á þessu ári, en þó ekki fyrr en hann kynnir Final Edition gerðina.
Audi hefur þegar gefið TT nokkurs konar „kveðjuútgáfu“ með bíl sem byggir á grunni „RS Iconic Edition 2022“ – sem var takmörkuð við aðeins 11 eintök á Bretlandi.
Lokaútgáfan verður fáanleg frá mars í TT línunni og búast má við fyrstu afhendingu frá apríl.
Að merkja lokaútgáfuna sjónrænt frá staðlaða TT-bílnum er notkun á svarta „útlitspakka“ Audi með merkjum, hliðarspeglum, útblástursrörum og vindskeið að aftan – allt í svörtu.
„Drop-top TT Roadster“ eða gerðin sem hægt er að taka toppinn af, er með svörtum veltihringjum og vindskeið.
Að innan er að finna „aukinn“ leðurpakka sem staðalbúnað.
Stýrið er klætt Alcantara leðri með rauðum saumum sem og sætin með rauðum áhersæum á gólfmottum.
Innri búnaður hefur verið bættur með „Technology Pack“ frá Audi sem bætir við GPS, „Audi Connect Infotainment Services“ (þetta veitir ökumönnum aðgang að eiginleikum eins og lifandi upplýsingum um eldsneytisverð og veðurspár).
Með vali á TTS-gerðinni er þæginda- og hljóðpakka bætt við, sem samanstendur af uppfærðu hljóðkerfi, bakkmyndavél og bílastæðaaðstoð.
Audi TT mun lifa áfram en hann mun umbreytast verulega í rafknúninn sportjeppa. Þessar áætlanir hafa verið í vinnslu um hríð.
(byggt á frétt á vef Auto Express – myndir Audi)
Umræður um þessa grein