Fimmtudagur, 15. maí, 2025 @ 2:15
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Kitty O´Neil mátti ekki aka hraðar en karlarnir

Malín Brand Höf: Malín Brand
06/12/2021
Flokkar: Mótorsport
Lestími: 6 mín.
275 9
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Þann 6. desember fyrir 45 árum síðan, setti kona að nafni Kitty O´Neil heimsmet þegar hún náði 824 kílómetra hraða á farartæki á þremur hjólum sem knúið var eldflaug. Það var margt sérstakt við Kitty en hún var heyrnarlaus og gegndi mjög hættulegu starfi!

Kitty O´Neil var einstök manneskja og átti þau nokkur, heimsmetin!

Það er óhætt að segja að hefði einhver kona komist með tærnar þar sem kitty O´Neil var með hælana, hefðu tærnar á viðkomandi sviðnað! Í það minnsta hefði það verið á þessum degi fyrir sléttum 45 árum síðan. Þann dag „ók“ hún í Alvord-eyðimörkinni í Oregon í Bandaríkjunum á tryllitæki sem hún náði 512 mílna hraða á (824 km/klst) við mælingar. Hraðar hafði kona ekki komist á jörðu niðri, þ.e. á farartæki landi, og var þetta heimsmet. Heimsmet sem ekki var slegið fyrr en árið 2019.

Óttalaus og vildi fara hraðar

Við æfingar í eyðimörkinni náði Kitty raunar mun meiri hraða á SM1 Motivator, eins og farartækið nefndist, eða allt að 965 kílómetra hraða á einhverjum köflum leiðarinnar. Það var þó ekki hraðinn sem var skráður, heldur var það sem fyrr segir 824 kílómetra hraði sem var skráður opinberlega.

Áhættuleikarinn, áhættuökumaðurinn, leikstjórinn og allskonar-maðurinn Hal Needham var mjög áhugasamur um hraðamet og hann var í raun potturinn og pannan í því að fá Kitty til að aka bílnum sem um ræðir. William Fredrick smíðaði bílinn en Needham sá um flest annað sem tengdist kynningarmálum og því sem snéri að umfjöllun og skipulagi.

Reyndar var Needham mjög upptekin einmitt á þessum tíma því hann leikstýrði kvikmyndinni Smokey and the Bandit og það tók sinn toll.

Kitty í vinnunni um 1970.

Eins og sagði hér í byrjun greinar þá gegndi Kitty hættulegu starfi og það var einmitt í vinnunni sem leiðir þeirra Needhams lágu saman. Hún kom sem sagt að ýmiss konar áhættuatriðum í kvikmyndum. Hvort sem það var að stökkva út úr brennandi háhýsum eða að aka bifreiðum fyrir leikara í áhættuatriðum.

Kitty naut þess að fara hratt; hvort sem það var á mótorhjóli, bíl, í frjálsu falli eða ja…bara hvernig sem var – bara að hún færi hratt.

Mátti ekki aka hraðar en karl

Eftir að hafa slegið heimsmetið á farartæki á landi, lýsti Kitty því hversu dásamleg tilfinning fylgdi því að fara svona hratt. Daginn eftir, þann 7. desember 1976, sagði hún við Fredrick (sem smíðaði bílinn) að hún vildi komast enn hraðar. Hún vildi rjúfa hljóðmúrinn. Nei, það mætti hún ekki gera, sagði Fredrick.

Kitty O´Neil (1946-2018)

Það var þá þannig í pottinn búið að í samningi sem Hal Needham fékk Kitty til að skrifa undir var aðeins kveðið á um að hún skyldi reyna að slá fyrra hraðamet kvenna en hún mætti ekki hraðamet karla. Gary Gabelish hét sá maður sem átti metið á þeim tíma en árið 1970 náði hann 1001 kílómetra hraða.

Það var nefnilega sjálfur Hal Needham sem ætlaði sér að slá það met. Hann var meira að segja búinn að selja metið fyrirfram því fyrirtæki í Chicago var búið að fjárfesta í verkefninu og framleiðsla var hafin á góssi sem merkt var karlinum. Það eina sem var eftir var að…ehemm…slá metið.

Hal Needham. Metsali? Hann seldi í það minnsta met sem ekki hafði verið slegið…

Það var að hluta til þess vegna sem heimsmetið hennar var skráð 825 km/klst en ekki 965 kílómetra hraði sem hún sennilega náði daginn þann í eyðimörkinni fyrir 45 árum sléttum. Þess vegna notaði hún aðeins 60% þess afls sem farartækið eldflaugarknúna bjó í raun og veru yfir. Nánar um það hér .

Dúkkan Needham fyrir börnin

„Ég er frjáls kona, en ég sækist ekki eftir því að keppa við karlmenn. Ég keppi bara á eigin forsendum,“ sagði Kitty í samtali við tímaritið People árið 1977.

Í tímaritsgreininni kemur einmitt fram að Kitty hafi beinlínis verið stoppuð þegar hún var orðin ógn við heimsmet karla. Fyrirtækið í Chicago, sem hafði fjárfest í heimsmeti Needhams fyrirfram, var leikfangaframleiðandinn Marvin Glass & Associates.

Það var líka búin til dúkka sem líktist Kitty O´Neil. „Aksjónkonan“ hefur örugglega verið vinsæl á sínum tíma.

Fulltrúi þess á að hafa sagt að það væri beinlínis „ósæmilegt og niðurlægjandi“ ef kona myndi slá met karlanna, en það sem að baki bjó var sú staðreynd að leikfangaframleiðandinn hafði þegar gert samning um framleiðslu á leikfangi, nánar til tekið dúkku, með útliti Hals Needhams. Það kom því ekki til greina að nokkur annar en hann „fengi“ að slá metið. Já, þetta var „bisness“ og hafði Needham þá þegar fengið 25.000 dollara fyrir metið sem hann átti eftir að reyna við.

Auðvitað varð Kitty brjáluð!

Að lokum

Sagði sjálf að eflaust ætti heyrnarleysið sinn þátt í því hversu einbeitt hún var og þannig hafi hún getað slegið hin ýmsu met. Hún veiktist sem smábarn og missti heyrnina þegar hún var fimm mánaða gömul.

Sumir af þeim leikstjórum sem hún vann með áttuðu sig ekki á því að hún væri heyrnarlaus því með varalestri og tali var ekkert sem aftraði henni að hlýða skipunum leikstjóra og framkvæma hið ómögulega eins og lesa má nánar í greininni sem vísað er í hér að ofan.

Já, hún sló líka met árið 1977! Úr kyrrstöðu í 663 kílómetra hraða á 3.22 sekúndum. Það er nú eitthvað!

Þessi grein átti að vera örstutt en það mistókst, enda var Kitty O´Neil alveg ótrúlega mögnuð og verður undirrituð að skrifa meira um hana síðar. Kjarni málsins er auðvitað að í dag eru liðin 45 ár síðan heimsmetið hennar í Alvord-eyðimörkinni var skráð.

Kitty O´Neil lést árið 2018, þá 72 ára gömul.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Er baráttan í Formúlu 1 farin úr böndunum?

Næsta grein

Enn ein snilldin úr rússneska skúrnum

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Ítalskur íhlutaframleiðandi bjargar Recaro Automotive

Ítalskur íhlutaframleiðandi bjargar Recaro Automotive

Höf: Jóhannes Reykdal
08/12/2024
0

Þýski bílstólaframleiðandinn fær fjárfestingu frá Proma Group, sem gerir framleiðslu kleift að hefjast að nýju Ítalski bílavarahlutaframleiðandinn Proma Group hefur...

Átján ára stúlka vann Porsche meistaratitil

Átján ára stúlka vann Porsche meistaratitil

Höf: Pétur R. Pétursson
23/09/2024
0

Isabell Rustad hefur átt nánast fullkomið tímabil í Porsche Sprint Challenge Scandinavia. Um helgina á lokakeppninni á Mantorp Park fékk...

Ford Mustang GTD verður frumsýndur í Evrópu á 24 stunda Le Mans

Ford Mustang GTD verður frumsýndur í Evrópu á 24 stunda Le Mans

Höf: Jóhannes Reykdal
27/05/2024
0

Ford hefur verið að undirbúa nýja Mustang GTD til að gera hann að fullkomnum bíl til að bera „hestanafnið“. Áætlað...

Audi Q8 e-tron breytt í öflugan rafdrifinn torfærubíl með nýrri Dakar útgáfu

Audi Q8 e-tron breytt í öflugan rafdrifinn torfærubíl með nýrri Dakar útgáfu

Höf: Jóhannes Reykdal
06/01/2024
0

Audi tók Q8 e-tron og breytti honum í alrafmagnaðan torfærubíl. Audi Q8 e-tron Dakar- útgáfan er sérgerð fyrir ævintýramenn sem...

Næsta grein
Fyrsta V8 Teslan í umferðinni

Fyrsta V8 Teslan í umferðinni

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

14/05/2025
Bílaframleiðsla

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

13/05/2025
Álit

Audi Q6 e-tron S-line – punkturinn yfir i-ið hjá Audi

12/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.